Heima við, í vinnunni, ræktinni eða úti í búð. Búðu þig undir að umbylta því hvernig þú ekur og rekur bíl. Það hefur aldrei verið auðveldara að skipta úr bensínbíl yfir í rafbíl, þökk sé miklum framförum í hleðslutækni.
Það er auðvelt að búa til hleðsluáætlanir sem endurspegla lífsstílinn þinn og aðstæður, sama hvert leið þín liggur að degi eða nóttu og hvers konar lífi þú lifir. Flestir hlaða bílana sína yfir nótt utan háannatíma til að nýta sér lægra raforkugjald og taka á móti nýjum degi með fullhlaðna rafhlöðu. Með Volvo Cars appinu er einnig auðvelt að finna hleðslustöðvar í nágrenninu ef þú þarft að fylla á rafhlöðuna yfir daginn.
Kostnaðurinn við að hlaða rafbíl er í mörgum tilvikum snjallari valkostur til lengri tíma litið en að nota aðra orkugjafa á borð við bensín og dísilolíu.
10.000km
13,00Kr./kílóvattstund
Með reiknivélinni okkar geturðu reiknað áætlaðan hleðslukostnað fyrir Volvo-rafbíl. Þú notar einfaldlega sleðana til að færa inn ekna kílómetra á ári og orkukostnað heimilisins á einingu.
*Hleðslukostnaður er áætlaður og byggist á prófunum og útreikningum Volvo Cars fyrir XC40 Recharge Twin og XC60 Recharge. Orkunotkun ræðst af fjölda þátta á borð við akstursaðstæður, aksturslag, loftslag o.s.frv. Ekki er hægt að ábyrgjast endanlegar tölur.
Hversu langan tíma tekur að hlaða rafbíl?
Hleðslutími Volvo-rafbíls eða -tengiltvinnbíls getur verið mismunandi og háður ýmsum þáttum á borð við hitastig utandyra, hvaða hleðsluaðferð er notuð og stærð rafhlöðu bílsins. Sjáðu til þess að Volvo-rafbíllinn þinn sé eins sparneytinn og hægt er með því að forhita eða forkæla rafhlöðuna. Þessi eiginleiki stillir fullkomið hitastig fyrir rafhlöðuna fyrir hleðslu, sem styttir hleðslutímann og kemur þér fyrr af stað aftur.
Hraðhleðsla
DC-hleðsla á völdum hleðslustöðvum fyrir almenning
100% rafmagn
27–28
mín.
Hefðbundinn hleðslutími úr 10% í 80% (150 kW)
Tengiltvinnbíll
N/A
Heimilisinnstunga
AC-hleðsla á flestum hleðslustöðvum fyrir almenning og heimahleðslustöðvum.
Regluleg hleðsla
6–8
h
Dæmigerður tími sem það tekur að hlaða úr 20% í 90% (11–22 kW)
Tengiltvinnbíll
3–4
h
Dæmigerður tími sem það tekur að hlaða úr 0% í 100% (11–22 kW)
Hraðhleðsla
DC-hleðsla á völdum hleðslustöðvum fyrir almenning
100% rafmagn
27–28
mín.
Hefðbundinn hleðslutími úr 10% í 80% (150 kW)
Tengiltvinnbíll
N/A
Heimilisinnstunga
AC-hleðsla á flestum hleðslustöðvum fyrir almenning og heimahleðslustöðvum.
Regluleg hleðsla
6–8
h
Dæmigerður tími sem það tekur að hlaða úr 20% í 90% (11–22 kW)
Tengiltvinnbíll
3–4
h
Dæmigerður tími sem það tekur að hlaða úr 0% í 100% (11–22 kW)
Hleðslutími getur verið mismunandi eftir aðstæðum og kann að ráðast af þáttum eins og hitastigi utandyra, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins.
Til að hámarka endingu rafhlöðu í rafbíl mælum við með að hún sé hlaðin upp í 90% hleðslu með riðstraumi fyrir almennan daglegan akstur og að forðast sé að hleðslan fari niður fyrir 20%.
Regluleg hleðsla rafhlöðunnar í 100% hleðslu er frábær leið til að fullnýta akstur á rafmagni í tengiltvinnbíl. Bensínvélin tryggir svo að þú getur ekið áhyggjulaus þótt hleðslan fari minnkandi.
Umstangslaus hleðsla á ferðinni.
Þú hefur aðgang að fjölda hleðslustöðva þegar þú ekur Volvo-rafbíl. Þetta þýðir að þú getur notið þess að aka á rafmagni án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að hleðslan klárist. Með því að nota Volvo Cars appið geturðu einnig fengið hleðsluáminningar og leiðsögn að næstu hleðslustöð. Á þessum hleðslustöðvum geturðu fyllt á rafhlöðuna á fljótlegan og auðveldan hátt þegar þú ert á ferðinni – sem er fullkomið fyrir langferðir eða þegar þú þarft meira rafmagn en fæst með einni fullri hleðslu.
EX90 er samhæfur við Plug & Charge-tækni. Með þessari tækni geturðu hlaðið bílinn þinn á hvaða hleðslustöð sem er sem styður þennan búnað. Það eina sem þú þarft að gera er að tengja hleðslusnúru EX90 við hleðslustöðina og þá hefst hleðslan sjálfkrafa. Þessu til viðbótar sér þessi tækni einnig um greiðslu, svo þú þarft ekki að spá í að greiða fyrir þjónustuna sérstaklega.
Hér er það sem þú þarft að vita til að rafvæðast og finna Volvo-rafbílinn sem hentar þér.
Rafbílar
Rafbílarnir okkar bjóða upp á útblásturslausan akstur án þess að það komi niður á drægni og afli.
RafbílarTengiltvinn rafbílar
Tengiltvinn rafbílar sameina rafmótor og eldsneytisvél til að tryggja áhyggjulausan akstur.
Tengiltvinn rafbílarTengiltvinnbílar eru með Li-Ion rafhlöður sem eru svipaðar þeim sem notaðar eru í rafbílum, bara minni.
Tengiltvinnbíll frá Volvo getur gert þér kleift að sinna flestum daglegum akstri eingöngu á rafmagni með engum útblæstri, en það fer eftir gerðum. Ef hægt er að hlaða bílinn á meðan þú vinnur eða á öðrum stöðum geturðu að öllum líkindum sinnt öllum þínum erindum með rafknúnum akstri.
Tengiltvinnbílarnir okkar eru afhentir með hleðslusnúru sem hægt er að nota fyrir hleðslu úr heimilisinnstungu. Einnig er hægt að tengja bílinn á AC hleðslustöðvum með hleðslusnúrum. Hægt er að kaupa sérstaka hleðslusnúru til að nota á AC-hleðslustöðvum sem ekki eru með hleðslusnúru.