Helsti búnaður

Kynntu þér notendavæna tækni í Volvo EX90, 7 sæta SUV-rafbíl sem leggur línurnar fyrir nýja tíma í öryggi.

Frístandandi miðjuskjár

Taktu stjórn á ferðalaginu á 14,5" miðjuskjánum. Hann er með aðgengilegt og viðbragðsfljótt viðmót sem auðveldar þér að finna uppáhaldsforritin þín þegar þú vilt nota þau og nauðsynlega virkni þegar á þarf að halda.

Ökumannsskjár sýnir allt í fljótu bragði

Sjáðu helstu akstursupplýsingarnar á 9" skjá. Hann er festur á stýrissúluna og er því ávallt sýnilegur fyrir ökumann. Veldu á milli umhverfisstillingar til að fá yfirsýn yfir umferðina, kortastillingar til að fá leiðsögn eða rólega stillingar til að minnka áreitið.

Stórir og aðgengilegir skjáir

Nærmynd af miðjuskjá, séð úr aftursætunum. Skjárinn sýnir loftmynd af EX90 og græjur í kring.

EX90 er búinn tveimur skýrum skjáum með mikilli upplausn sem auðvelt er að lesa á, jafnvel í mikilli sól.

Þessar myndir sýna ökumannsskjáinn og miðjuskjáinn með ljósa stillingu. Aðeins dökk stilling verður í boði fyrir ökumannsskjáinn og miðskjáinn í eldri framleiddum ökutækjum og hægt er að gera ljósa stillingu aðgengilega með uppfærslu síðar.

Þessar myndir sýna ökumannsskjáinn og miðjuskjáinn með ljósa stillingu. Aðeins dökk stilling verður í boði fyrir ökumannsskjáinn og miðskjáinn í eldri framleiddum ökutækjum og hægt er að gera ljósa stillingu aðgengilega með uppfærslu síðar.

Nærmynd af stórum sjónlínuskjánum í Volvo EX90.Stór sjónlínuskjár

Einbeittu þér að veginum með 13,2" sjónlínuskjá í mikilli upplausn. Hann birtir nauðsynlegar upplýsingar fyrir ökumanninn á framrúðunni, sem svífa yfir veginum fram undan í þægilegu sjónsviði. Ekkert álag á augun við að skipta á milli vegarins og skjáanna. Birtustig sjónlínuskjásins lagar sig sjálfkrafa að birtunni fyrir utan með mjúkum birtubreytingum þegar ekið er inn í og út úr göngum og við birtubrigði dags og nætur. Sérsníddu staðsetningu og birtustig eftir þínum þörfum.

Nærmynd af miðjuskjá, séð úr aftursætunum. Skjárinn sýnir Google Maps.Snjöll hönnun og flýtileiðir

Finndu til meira öryggis undir stýri með miðjuskjá sem bregst við öllu sem gerist innan og utan bílsins og birtir þér mikilvægustu upplýsingarnar þegar á þarf að halda. Þegar þú stígur upp í bílinn heilsar skjárinn þér og býður þér að sérsníða aksturinn framundan. Virkjaðu valstjórntæki eins og drif með einu fótstigi eða Performance AWD og stilltu birtustigið. Þú getur líka fengið aðgang að símanum þínum, leiðsögn og efni án þess að þurfa að strjúka skjáinn. Þú þarft eingöngu að snerta til að fá aðgang að allri virkni. Stóri skjárinn sýnir kort og myndir úr myndavél sem auðvelt er að sjá á en einbeita sér jafnframt að veginum. Snjallgræjur hjálpa þér að stjórna búnaði bílsins í akstri. Þar á meðal er upplýsingastikan sem býður upp á mismunandi eiginleika eftir því á hvaða stigi ferðalagið er. Þegar ekið er á litlum hraða birtist til dæmis táknið fyrir bílastæðamyndavélina ef þú skyldir vilja kveikja á Park Pilot Assist.

Nærmynd af miðjuskjá, séð úr aftursætunum. Skjárinn sýnir Google Play.Auðvelt að stjórna með innbyggðum Google-eiginleikum

Tengstu stafræna lífinu gegnum miðjuskjáinn. Forrit og þjónusta Google eru samþætt við EX90 þannig að þú getur notað upplýsinga- og afþreyingarkerfið á sama hátt og snjallsíma. Spjallaðu við Google Assistant til að senda textaskilaboð, stjórna miðstöðinni, athuga með afgreiðslutíma, tengjast samhæfðum snjalltækjum heima hjá þér og fleira. Þú segir einfaldlega: „OK Google“ til að hefjast handa. Hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína, hlaðvörp og hljóðbækur á ferðinni eða fylgstu með nýjustu sjónvarpsþáttunum, kvikmyndunum og bókunum á meðan þú bíður eftir krökkunum.* Forritin sem þú notar oftast eru tiltæk í EX90 með Google Play. Fáðu leiðsögn á áfangastað í Google Maps með aðstoð raddstýringar eða miðjuskjásins. Umferðarupplýsingar í rauntíma gera þér kleift að breyta akstursleiðinni til að komast á sem skilvirkastan hátt á leiðarenda. Þær hjálpa þér einnig að hafa góða stjórn á hleðslunni með því að áætla hleðslustöðu rafhlöðunnar við komu og veita upplýsingar um hleðslustöðvar í boði á leiðinni.

Nærmynd af stórum sjónlínuskjánum í Volvo EX90.
Nærmynd af miðjuskjá, séð úr aftursætunum. Skjárinn sýnir Google Maps.
Nærmynd af miðjuskjá, séð úr aftursætunum. Skjárinn sýnir Google Play.
Stór sjónlínuskjár

Einbeittu þér að veginum með 13,2" sjónlínuskjá í mikilli upplausn. Hann birtir nauðsynlegar upplýsingar fyrir ökumanninn á framrúðunni, sem svífa yfir veginum fram undan í þægilegu sjónsviði. Ekkert álag á augun við að skipta á milli vegarins og skjáanna. Birtustig sjónlínuskjásins lagar sig sjálfkrafa að birtunni fyrir utan með mjúkum birtubreytingum þegar ekið er inn í og út úr göngum og við birtubrigði dags og nætur. Sérsníddu staðsetningu og birtustig eftir þínum þörfum.

*Það er aðeins aðgangur að myndstreymi þegar bíllinn er kyrrstæður.

Fjarstýring, engar áhyggjur

Fylgstu með og athugaðu stöðu bílsins úr fjarlægð. Sjáðu hleðslustöðuna og skipuleggðu hleðslu, læstu eða opnaðu dyrnar og finndu bílinn eða hleðslustöðvar á korti.

Forstilltu farþegarýmið

Stilltu brottfarartíma fyrir næstu ferð til að bíllinn geti forhitað eða kælt farþegarýmið eftir þínum þörfum þegar þú ert tilbúinn að leggja af stað.

Volvo Cars appið

Séð framan á síma með eiginleika til að læsa og opna dyr í Volvo Cars app.

Volvo Cars app gerir þér kleift að stjórna EX90 á þægilegan máta, jafnvel áður en sest er um borð.

Fjarstýrðir eiginleikar eru hugsanlega ekki í boði ef bíllinn hefur staðið kyrr í lengri tíma.

Fjarstýrðir eiginleikar eru hugsanlega ekki í boði ef bíllinn hefur staðið kyrr í lengri tíma.

Upphaf nýs tímabils, knúið af Safe Space Technology.

Greining annarra vegfarenda

EX90 getur auðveldað þér að koma auga á viðkvæma vegfarendur, jafnvel í myrkri. Ljósgreiningar- og fjarlægðarskynjunarkerfi á þakinu vinnur með myndavélum og ratsjám að því að greina aðra vegfarendur í allt að 250 km fjarlægð.

Hjálpar til við að forðast árekstra

Bíllinn þinn getur greint og látið þig vita ef möguleiki er á árekstri til að þú getir forðast hann af öryggi. Ef þú bregst ekki við getur bíllinn forhlaðið hemlana til að auka afköst þeirra þegar þú bregst við eða hjálpað þér að stýra bílnum frá hættunni.

Heldur þér á réttum kjöl

Bíllinn getur hjálpað við halda þér á réttri braut með því að fylgjast með akreinamerkingum og vegarbrúninni. Ef þú skiptir um akrein án þess að gefa stefnuljós eða reikar út af veginum getur hann gefið frá sér viðvaranir og leiðrétt stefnuna svo lítið beri á.

Fyrsta flokks ytri skynjarar.

Auktu öryggistilfinninguna með Lidar kerfinu. Kerfið vinnur með myndavélum, ratsjám og úthljóðsskynjurum sem gefur ítarlega mynd af öllu sem gerist í kringum bílinn.

Framtíðartækni, búnaður og eiginleikar kunna að vera mismunandi. Búnaður er mögulega ekki í boði á öllum markaðssvæðum og verður ekki staðalbúnaður á öllum markaðssvæðum né með öllum gerðum.

Lidar útbúnu bílarnir sem eru framleiddir snemma í ferlinu munu byrja í gagnasöfnunarham. Með tímanum mun tæknileg geta Lidar-kerfisins síðan aukast og fela í sér fleiri skynjunaraðstæður sem hluti af Safe Space Technology, þar á meðal getu til að greina hluti í myrkri á allt að 250 metra fjarlægð.

Framtíðartækni, búnaður og eiginleikar kunna að vera mismunandi. Búnaður er mögulega ekki í boði á öllum markaðssvæðum og verður ekki staðalbúnaður á öllum markaðssvæðum né með öllum gerðum.

Lidar útbúnu bílarnir sem eru framleiddir snemma í ferlinu munu byrja í gagnasöfnunarham. Með tímanum mun tæknileg geta Lidar-kerfisins síðan aukast og fela í sér fleiri skynjunaraðstæður sem hluti af Safe Space Technology, þar á meðal getu til að greina hluti í myrkri á allt að 250 metra fjarlægð.

Ný nálgun í öryggi og akstursaðstoð

Loftmynd af EX90. Skynjarar og myndavélar greina stöðu ökumanns.Ökumannsskilningur

Í EX90-bílnum fylgjast skynjarar og snertinæmt stýrið með hreyfingum augna þinna og handa auk aksturslags. Ef þú sýnir akstrinum af einhverjum ástæðum ekki fulla athygli getur kerfið brugðist við til að gæta öryggis þíns. Þetta gerist á nokkrum mismunandi stigum, allt eftir samhengi. Ef skynjarar greina til dæmis að þig gæti verið farið að syfja getur bíllinn birt skilaboð með tillögu um að gera hlé á akstri. Viðvörunarhljóðin verða hærri eftir því sem aðstæðurnar verða alvarlegri. Ef þú bregst ekki við getur kerfið stöðvað bílinn á akreininni, kveikt á hættuljósunum og hringt á neyðaraðstoð. Kerfið getur einnig tekið þessar upplýsingar til greina ef það greinir hættu á árekstri og gripið fyrr inn í.

Loftmynd af Volvo EX90. Farþegaskynjari er í gangi og greinir hund sem situr í miðju aftursætanna.Farþegaskynjun

Fáðu áminningar um þau sem eru í bílnum til að koma í veg fyrir að einhverjir farþegar séu óvart skildir eftir. Ratsjárskynjurum er komið haganlega fyrir í öllu farþegarýminu í nýju farþegaskynjunarkerfi sem getur greint hárfínar hreyfingar inni í bílnum. Ef EX90 greinir að manneskja eða dýr sé enn í bílnum þegar þú reynir að læsa dyrunum getur hann haldist ólæstur og sent þér tilkynningu til að minna þig á að kanna innanrýmið. Það getur verið áfram kveikt á miðstöðinni ef fólk eða dýr greinast í farþegarýminu til að auka þægindi og draga úr hættu á ofkælingu eða hitaslagi.

Park Pilot Assist

Leyfðu Volvo-bílnum að taka við stjórninni þegar þú leggur bílnum. Park Pilot Assist getur fundið hentug bílastæði þegar ekið er hægar en á 16 km hraða á klst. og þú getur samþykkt stæðið með einum hnappi. Stígðu varlega á inngjöfina á meðan EX90 hjálpar til við að beygja, skipta um gír, auka hraðann og hemla þegar lagt er samhliða og hornrétt. Þú þarft aðeins að fylgjast með og bregðast við ef eitthvað óvænt gerist.Kerfið getur einnig hjálpað til við að aka út úr þröngum samhliða stæðum þegar þú ert tilbúin(n) til að fara af stað.

Viðvörun fyrir opnun dyra

Forðastu slys þegar þú opnar dyrnar á bílnum þínum. Ratsjárnar aftan á Volvo-bílnum þínum geta greint hjólreiðafólk og ökumenn sem nálgast að aftan og varað þau sem eru í bílnum við því að opna dyrnar. Bíllinn þinn getur gefið viðvaranir á tveimur stigum. Fyrst getur kviknað viðvörunarljós á viðkomandi hliðarspegli. Ef árekstur er yfirvofandi getur ljósið byrjað að blikka með viðvörunarhljóði.

360° myndavél

Aktu inn í og út úr þröngum stæðum með aðstoð þrívíddarloftmyndarinnar á miðjuskjánum. Fjórar myndavélar að framan, aftan, vinstra og hægra megin gefa gott yfirlit yfir umhverfið. Kallaðu fram skiptan skjá til að fá nærri því 180° yfirlit að framan eða aftan og enn betri yfirsýn. Ef þú skiptir yfir í bakkgír getur baksýnismyndavélin sýnt þér leiðsagnarlínur til að auðvelda þér að bakka. Færðu fingurna saman til að nota aðdrátt og fá betri yfirsýn. Þetta er sérstaklega gagnlegt ef þú ert að bakka til að festa tengivagn.

Háskerpu pixel aðalljós

Auktu þægindin og dragðu úr álagi á augun við akstur að næturlagi. Háskerpu aðalljós í Volvo EX90 innihalda 1,3 milljónir pixla sem geta breytt lögun og styrkleika ljóssins sem þau gefa frá sér. Þessi tækni, ásamt myndavélunum framan á bílnum, getur greint allt að fimm bíla og þrjá aðra hluti og stillt sjálfkrafa ljósið sem beinist að þeim til að skila hámarkssýnileika. Þetta dregur úr glampa og kemur í veg fyrir að aðrir ökumenn blindist.

Loftmynd af EX90. Skynjarar og myndavélar greina stöðu ökumanns.
Loftmynd af Volvo EX90. Farþegaskynjari er í gangi og greinir hund sem situr í miðju aftursætanna.
Ökumannsskilningur

Í EX90-bílnum fylgjast skynjarar og snertinæmt stýrið með hreyfingum augna þinna og handa auk aksturslags. Ef þú sýnir akstrinum af einhverjum ástæðum ekki fulla athygli getur kerfið brugðist við til að gæta öryggis þíns. Þetta gerist á nokkrum mismunandi stigum, allt eftir samhengi. Ef skynjarar greina til dæmis að þig gæti verið farið að syfja getur bíllinn birt skilaboð með tillögu um að gera hlé á akstri. Viðvörunarhljóðin verða hærri eftir því sem aðstæðurnar verða alvarlegri. Ef þú bregst ekki við getur kerfið stöðvað bílinn á akreininni, kveikt á hættuljósunum og hringt á neyðaraðstoð. Kerfið getur einnig tekið þessar upplýsingar til greina ef það greinir hættu á árekstri og gripið fyrr inn í.

Á miðri akrein

Slakaðu á við aksturinn með Pilot Assist. Þetta kerfi aðlagar hraðann og veitir létta stýrisaðstoð til að halda þér á miðri akreininni og í öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan þig.

Aðstoð við akreinaskipti

Minnkaðu áhyggjur af akreinaskiptum með Lane Change Assist. Þegar þú snertir stefnuljósið finnur bíllinn öruggan stað í umferðinni til að hjálpa þér að stýra yfir á hina akreinina.

Ný kynslóð af Pilot Assist

Pilot Assist stuðlar að afslöppuðum en einbeittum akstri með mjúkum stillingum á stýringu, hemlun og hröðun á meðan þú hefur hendurnar á stýrinu.

Akstursaðstoðarkerfi koma ekki í stað athygli og dómgreindar ökumanns. Hemlaaðstoð er aðeins virk á hægum hraða. Ökumaðurinn ber ábyrgð á öryggi við akstur öllum stundum.

Akstursaðstoðarkerfi koma ekki í stað athygli og dómgreindar ökumanns. Hemlaaðstoð er aðeins virk á hægum hraða. Ökumaðurinn ber ábyrgð á öryggi við akstur öllum stundum.

Þægindi og fyrsta flokks akstur

Séð framan á síma sem sýnir stafræna lykilinn í Volvo Cars app.Velkomnar runur

Þegar þú nálgast EX90 og ert með stafrænan lykil eða lyklamerki á þér taka aðalljósin og afturljósin á móti þér með raðlýsingu og blikki. Innfelldir hurðarhúnarnir ganga út og opnast þegar þú kemur nær og ljós kvikna sem beinast að jörðinni. Þegar þú opnar dyrnar kvikna ljósin í innanrýminu ásamt persónulegri kveðju á skjáum bílsins.

Rafdrifin þriðja sætaröð

Þriðja sætaröðin býður upp á þægilegan akstur með höfuðpúðum og nægu fótarými fyrir tvo farþega. Þarftu aukapláss fyrir farangur? Auðvelt er að fella hvort sæti um sig niður með einum hnappi.

Fyrsta flokks loftfjöðrun

Aktu mjúklega eftir þjóðvegum, í kröppum beygjum og á sveitavegum með virkri loftpúðafjöðrun. Tveggja hólfa loftpúðafjöðrun fyrir öll fjögur hjólin notar loft í stað gorma til að halda bílnum stöðugum, jafnvel þegar ekið er með aukna þyngd eða yfir misfellur, með því að stilla undirvagninn stöðugt. Þetta skilar fyrirtaks akstri og framúrskarandi þægindum. Þegar þú eykur ferðina lækkar bíllinn sjálfkrafa til að draga úr loftmótstöðu og auka drægni. Rafstýrt demparakerfið greinir aksturslagið, hraða og aðstæður á veginum 500 sinnum á sekúndu og stillir fjöðrunina til að auka þægindi og efla öryggistilfinningu í bílnum. Einnig er hægt að lækka afturhluta bílsins ef þú ert að setja þunga hluti í farangursgeymsluna eða festa tengivagn.

Friðsælt innanrými

Svífðu inn í þögnina í bíl sem er hannaður til að loka á umhverfishljóð og titring. Straumlínulagaða hönnunin, fyrsta flokks loftpúðafjöðrunin, sérsniðnu hjólbarðarnir og fyrirtaks hljóðeinangrunin gera EX90-bílinn einstaklega hljóðlátan. Þú getur því hlustað á farþegana í aftursætunum í rólegheitum, notið Bowers & Wilkins High Fidelity-hljómtækjanna í botn eða endurheimt innri ró.

Mynd sem sýnir lagskipt glerið í Volvo EX90 og hvernig það deyfir hljóð að utan.Lagskipt gler

Lokaðu á umheiminn með rúðum og þakglugga úr lagskiptu gleri í EX90. Lagskipting veitir vörn gegn útfjólubláum geislum og aukna hljóðeinangrun í farþegarýminu til að tryggja sem mest þægindi. Hún styrkir líka glerið og myndar viðbótaröryggislag við árekstur eða innbrot.

Nærmynd af miðjuskjá, séð úr aftursætunum. Skjárinn sýnir ýmsa eiginleika í notkun samtímis.Þráðlaust Apple CarPlay

Hringdu símtöl, sendu skilaboð, opnaðu kort og spilaðu tónlist án þess að þurfa að líta af veginum með Apple CarPlay. Þú getur tengt iPhone þráðlaust til að stjórna uppáhaldsforritunum þínum og öðrum eiginleikum beint af miðjuskjánum.* Forritin í iPhone eru sérsniðin að akstursupplifuninni í CarPlay. Notaðu raddstýringu með Siri til að senda skilaboð, hringja símtöl, biðja um uppáhaldstónlistina þína og jafnvel láta vini þína vita um væntanlegan komutíma þinn með Maps.

Séð framan á síma sem sýnir stafræna lykilinn í Volvo Cars app.
Mynd sem sýnir lagskipt glerið í Volvo EX90 og hvernig það deyfir hljóð að utan.
Nærmynd af miðjuskjá, séð úr aftursætunum. Skjárinn sýnir ýmsa eiginleika í notkun samtímis.
Velkomnar runur

Þegar þú nálgast EX90 og ert með stafrænan lykil eða lyklamerki á þér taka aðalljósin og afturljósin á móti þér með raðlýsingu og blikki. Innfelldir hurðarhúnarnir ganga út og opnast þegar þú kemur nær og ljós kvikna sem beinast að jörðinni. Þegar þú opnar dyrnar kvikna ljósin í innanrýminu ásamt persónulegri kveðju á skjáum bílsins.

*Þráðlaust Apple CarPlay er samhæft við iPhone 6s eða nýrri gerðir sem nota iOS14 eða nýrra stýrikerfi. Ekki er víst að framboð á ofangreindum eiginleikum og þjónustu sé tryggt þegar viðskiptavinir fá sína EX90 afhenta. Hugsanlega verða eiginleikar og þjónusta uppfærð hjá sumum yfir netið, á meðan aðrir gætu þurft á heimsókn til söluaðila að halda.

Þráðlaus símahleðsla

Geymdu snjallsímann í hleðslunni í miðstokknum. Hleðslustæðið er mótað þannig að síminn haldist örugglega á sínum stað.

Allt að sex USB-C tengi

Þú getur hlaðið símann hvar sem er í bílnum þar sem það eru tvö USB-C tengi í hverri sætaröð farþegarýmisins.

Rafmagnsinnstunga í skotti

Þú ert alltaf klár í ævintýri utandyra með 12 V rafmagnsinnstungu í farangursrými bílsins. Með henni geturðu knúið kæli, rafal, loftdælu eða fartæki.

Tenging í öllu farþegarýminu

Miðstokkurinn í Volvo EX90 sem sýnir snjallsíma í hleðslustæðinu.

Slakaðu á meðan þú hleður batteríin

Mynd sem sýnir Range Assistant á miðjuskjánum í Volvo EX90.Meiri drægni

Fáðu yfirlit yfir orkunotkun þína og leiðir til að auka drægni bílsins með Range Assistant á miðjuskjánum. Ertu með næga orku til að komast á áfangastað? Range Assistant getur sýnt þér áætlaða drægni sem lagar sig að þáttum eins og aksturslagi, færð á vegum og orkunotkun um borð í rauntíma. Einnig er boðið upp á áætlað lágmarks- og hámarksdrægi út frá núverandi hleðslustöðu rafhlöðunnar. Virkjaðu Range Optimiser í forritinu og þá getur bíllinn aðlagað stillingar fyrir miðstöðina, akstursstillinguna og undirbúning rafhlöðunnar til að hámarka drægið á einni hleðslu.

Hreyfimynd af því þegar undirvagn Volvo EX90 er fjarlægður til að sýna rafhlöðuna og forhitun/-kælingu hennar fyrir hraðhleðslu.Undirbúningur rafhlöðu

Veldu hleðslustöð og Volvo-bíllinn getur byrjað að undirbúa rafhlöðuna með því að hita hana eða kæla í kjörhitastig fyrir hraðhleðslu. Þessi vinnsla er sjálfvirk, svo þú þarft ekki að spá meira í hana.

Mynd sem sýnir Volvo EX90 í hleðslu á hleðslustöð.Hnökralaus hleðsla á hleðslustöðvum fyrir almenning

Njóttu þess að hlaða á hleðslustöðvum fyrir almenning án umstangs með því að nota Plug & Charge-eiginleika EX90. Hægt er að stjórna aðgangi, greiðslum og hleðslu með því að setja upp reikning í Volvo Cars app. Þegar þú hefur sett allt upp ber bíllinn kennsl á reikninginn og þú getur stungið í samband og ræst hleðslu. Eftir að þú hleður í fyrsta skipti með Plug & Charge þarftu ekki lengur að sannvotta þig eða hlaða niður fleiri forritum.

Mynd sem sýnir Range Assistant á miðjuskjánum í Volvo EX90.
Hreyfimynd af því þegar undirvagn Volvo EX90 er fjarlægður til að sýna rafhlöðuna og forhitun/-kælingu hennar fyrir hraðhleðslu.
Mynd sem sýnir Volvo EX90 í hleðslu á hleðslustöð.
Meiri drægni

Fáðu yfirlit yfir orkunotkun þína og leiðir til að auka drægni bílsins með Range Assistant á miðjuskjánum. Ertu með næga orku til að komast á áfangastað? Range Assistant getur sýnt þér áætlaða drægni sem lagar sig að þáttum eins og aksturslagi, færð á vegum og orkunotkun um borð í rauntíma. Einnig er boðið upp á áætlað lágmarks- og hámarksdrægi út frá núverandi hleðslustöðu rafhlöðunnar. Virkjaðu Range Optimiser í forritinu og þá getur bíllinn aðlagað stillingar fyrir miðstöðina, akstursstillinguna og undirbúning rafhlöðunnar til að hámarka drægið á einni hleðslu.

Hleðsla fyrir lífið utan vegarins

EX90 þinn er tæknilega tilbúinn til að rafknýja heimili þitt eða styðja við það á meðan til dæmis rafmagnsleysi stendur yfir. 

Þessi tækni hefur möguleika á að gera þér kleift að styðja við jafnara orkunet, til dæmis með því að taka inn meiri orku þegar það er afgangur af endurnýjanlegri orku eða selja orku aftur á álagstímum þegar eftirspurnin er meiri.

Hleðsla í báðar áttir

Í upphafi verður boðið upp hleðslu í báðar áttir á völdum markaðssvæðum, sem gefur möguleika á að knýja heimilið, raftæki eða jafnvel skila orku aftur inn á rafkerfið.

Kjarnatölvur

Tvær öflugar tölvur um borð stjórna öllum aðgerðum Volvo-bílsins, í stað hundruða smærri tölva. Þetta tryggir létt en traust og skilvirkt stafrænt kerfi í bílnum sem er búið undir framtíðaruppfærslur eins og til dæmis fyrir sjálfvirkan akstur.

Samgöngur sem standast kröfur framtíðarinnar

Hugbúnaðarknúinn bíll býður upp á stöðugar framfarir í afköstum bílsins, tengigetu og öryggi með einföldum hugbúnaðaruppfærslum, rétt eins og hægt er að gera með snjallsíma eða fartölvu.

Þægilegar þráðlausar uppfærslur

Reglubundnar hugbúnaðaruppfærslur bæta stýrikerfið og bæta nýjum eiginleikum við bílinn. Allt sem þú þarft að gera er að samþykkja tilkynninguna á miðskjánum svo hann geti byrjað að uppfæra þegar bíllinn er tómur og læstur.

Snjall í upphafi, verður enn snjallari

Mynd sem sýnir tölvurnar í Volvo EX90.

EX90 er hluti nýrrar kynslóðar hugbúnaðarknúinna bíla sem bjóða upp á nýja upplifun í bílnum og ríkulegra og tengdara líf á ferðinni.

Ekki er víst að framboð á ofangreindum eiginleikum og þjónustu sé tryggt þegar viðskiptavinir fá sína EX90 afhenta. Hugsanlega verða eiginleikar og þjónusta uppfærð hjá sumum yfir netið, á meðan aðrir gætu þurft á heimsókn til söluaðila að halda. Búnaður er hugsanlega ekki í boði á öllum markaðssvæðum og verður ekki staðalbúnaður á öllum markaðssvæðum eða í boði fyrir allar útfærslur og aflrásir.

Hleðsla í báðar áttir verður í framtíðinni hleypt af stokkunum á sérvöldum markaðssvæðum og verður því ekki í boði á öllum markaðssvæðum.

Google, Google Play og Google-kort eru vörumerki Google LLC.

Apple CarPlay og CarPlay eru vörumerki Apple Inc.