Volvo 144. Sannarlega tímalaus hönnun með eiginleikum eins og stórum glerflötum og þremur hliðargluggum.
Í ágúst 1966 kom fjögurra dyra Volvo 144 á markað. Hann var upphaf glænýrrar línu sem, fram til 1974, voru mest seldu bílar Volvo.
Stíll 144 var að sönnu sígildur, sem undirstrika má með þeirri staðreynd að bíllinn var enn vinsæll í sölu snemma á tíunda áratug síðustu aldar, með eilítið breyttri hönnun. Á meðal einkennandi hönnunaratriða voru stórar rúður og þrír hliðargluggar.
144 var einkar rúmgóður og með stóra farangursgeymslu. Volvo 144 fylgdi einnig margskonar nýr öryggisbúnaður. Höggdempandi svæði voru í fram- og afturhluta yfirbyggingarinnar, auk þess sem einstakt hemlakerfið var búið hemlarásum sem náðu til þriggja hjóla hver. Diskahemlar voru notaðir á öll hjól. Enga útstæða hluti var að finna í innanrýminu og öryggisbelti voru staðalbúnaður fyrir ökumann og farþega í framsæti.
Tæknilýsing
Gerð: 144
Framleiðsla: 1966–1974
Fjöldi framleiddra bíla: 523.808
Yfirbygging: fjögurra dyra sedan.
Vél: fjórir strokkar í línu með ventlum ofan á; 1778 cc; 84,14 x 80 mm; 75 eða 90 hestöfl, og 1986 cc, 88,9 x 80 mm, í nokkrum öflugri útfærslum.
Gírskipting: fjögurra gíra beinskipting, fjögurra gíra beinskipting með rafrænum aukagír eða þriggja gíra sjálfskipting.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum.
Mál: heildarlengd 464 cm, hjólhaf 260 cm
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari ferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla