Mynd sem sýnir Volvo 164

Volvo 164. Aukin vélarhlíf og vönduð hönnun að framan.

Haustið 1968 setti Volvo Volvo 164 á markað. Hér var um að ræða útfærslu á Volvo 144 sem teygði sig inn í flokk lúxusbíla.

Helsti tæknilegi munurinn var sá að í vélarrými Volvo 164 var 3,0 lítra, sex strokka vél. Hún var þróuð út frá 2,0 lítra, fjögurra strokka vél 140-línunnar sem kom á markað á sama tíma, 1968. 164 var frá upphafi búinn tveimur blöndungum og síðar meir var eldsneytisinnspýtingu einnig bætt við.

Þetta var í fyrsta skipti í 10 ár sem Volvo hafði getað boðið upp á sex strokka vél. Síðasta slíka vélin hafði verið í leigubílunum í 830-línunni.

Aftur á móti hafði Volvo ekki boðið upp á sex strokka vél í hefðbundnum fólksbílum í næstum 20 ár, eða frá 1950, þegar framleiðslu PV60 var hætt.

Framhluti 164 skar sig úr þegar kom að útliti ytra byrðisins. Vélarhlífin var lengri þar sem um stærri vél var að ræða. Lögun framhlutans fékk einnig fágaðra yfirbragð með stærra grilli.

Innandyra höfðu sætin tekið stakkaskiptum, efni voru íburðarmeiri og hægt var að panta bílinn með leðuráklæði.

Framleiðsla Volvo 164 stóð yfir frá 1968 til 1975. Flestir bílanna sem framleiddir voru síðasta árið voru seldir til Bandaríkjanna.

Tæknilýsing
Gerð: 164
Framleiðsla: 1968–1975
Fjöldi framleiddra bíla: 146.008
Yfirbygging: fjögurra dyra sedan
Vél: sex strokkar í línu með ventlum ofan á; 2978 cc; 88,9 x 80 mm; 135–175 hestöfl.
Gírskipting: fjögurra gíra beinskipting, fjögurra gíra beinskipting með rafrænum aukagír eða þriggja gíra sjálfskipting.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum.
Mál: heildarlengd 470 cm, hjólhaf 270 cm.