Mynd sem sýnir Volvo 1800 ES

Volvo 1800ES. Með nýhönnuðum afturenda samanborið við fyrri útgáfur 1800.

Haustið 1971 kom á markað ný útfærsla hinnar margrómuðu 1800-gerðar frá Volvo. Nýja útfærslan kallaðist 1800ES.

Hönnun afturhluta 1800ES hafði verið breytt frá fyrri útfærslum 1800. Þakið náði lengra aftur og frá hlið minnti bíllinn um margt frekar á skutbíl. Farangursrými 1800ES var stærra, til að koma mætti fyrir t.d. golf- eða veiðibúnaði.

Undir niðri var tæknin engu að síður sú sama og notuð hafði verið í hinum 1800-gerðunum.

Framleiðsla nýju útfærslunnar stóð yfir í tvö ár, 1972 og 1973. Árið 1972 voru báðar gerðir framleiddar en 1973 var 1800ES eingöngu í framleiðslu.

Ein helsta ástæðan fyrir því að framleiðslu var hætt 1973 var stöðugt strangari öryggiskröfur, í Bandaríkjunum sérstaklega, sem of kostnaðarsamt hefði reynst að uppfylla.

Tæknilýsing
Gerð: 1800ES
Framleiðsla: 1971–1973
Fjöldi framleiddra bíla: 8078
Yfirbygging: tveggja sæta fólksbíll
Vél: fjórir strokkar í línu með ventlum ofan á; 1986 cc; 88,9 x 80 mm; 124–135 hestöfl.
Gírskipting: rafrænn aukagír, fjögurra gíra beinskipting með gírstöng í gólfi. Þriggja gíra sjálfskipting með gírstöng á stýrissúlu.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum.
Mál: heildarlengd 438 cm, hjólhaf 245 cm.