Mynd sem sýnir Volvo 242

Volvo 242. Framleitt með mörgum mismunandi vélum og gírkössum.

Í ágúst 1974 kynnti Volvo til sögunnar nýja kynslóð bíla í 240- og 260-línunum.

Þessar nýju gerðir voru þróaðar út frá 140-línunni og voru um margt líkar fyrirrennurum sínum. Á meðal breytinga voru nýir stórir stuðarar að framan og breyttur undirvagn með McPherson-fjöðrun að framan. Á sama tíma var tekin í notkun ný fjögurra strokka vélalína með yfirliggjandi kambás. Fyrri fjögurra strokka útfærslur voru til staðar í grunnútfærslunum enn um sinn.

Enn var mikil eftirspurn eftir tveggja dyra bílum, sérstaklega á Norðurlöndunum, og því var að sjálfsögðu boðið upp á tveggja dyra útfærslu í línunni. Þróunin var aftur á móti í átt að fjögurra dyra bílum og af þeim sökum var 242 tekinn úr framleiðslu löngu á undan bæði 244 og 245.

Volvo 242 var í gegnum árin framleiddur með mörgum mismunandi vélum og gírkössum.

Glæsilegustu útfærslurnar voru 242GT sem kom á markað seint á 1970 og 240 Turbo á 1980, sem seldur var í Norður-Ameríku. Báðir bílar voru með frábæra afköst og svöruðu að fullu klassíska spakmælinu "úlfur í sauðargæru".



Tæknilýsing
Gerð: 242
Útfærslur: 242 GT
Framleiðsla: 1974–1984
Fjöldi framleiddra bíla: 242.621
Yfirbygging: tveggja dyra sedan
Vél: fjórir strokkar í línu með yfirliggjandi kambás; fjórir strokkar í línu með yfirliggjandi kambás og forþjöppu.
Gírskipting: fjögurra gíra beinskipting eða fjögurra gíra með rafrænum aukagír, með gírstöng í gólfi. Þriggja gíra sjálfskipting.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum.
Mál: heildarlengd 490 cm, hjólhaf 264 cm.
Annað: Árið 1985 vann Volvo 242 European Touring Car Championship