Mynd sem sýnir Volvo 244

Volvo 244. Líkan sem varð næstum klassík á eigin ævi þar sem hún var framleidd í næstum 20 ár

Í ágúst 1974 kynnti Volvo til sögunnar nýja kynslóð bíla í 240- og 260-línunum.

Þessar nýju gerðir voru þróaðar út frá 140-línunni og voru um margt líkar fyrirrennurum sínum. Á meðal breytinga voru nýir stórir stuðarar að framan og breyttur undirvagn með McPherson-fjöðrun að framan.

Með tilkomu 240-línunnar var tekin í notkun ný fjögurra strokka vélalína með yfirliggjandi kambási. Eldri fjögurra strokka vélin var til staðar í grunnútfærslunum enn um sinn.

Í stuttan tíma var einnig hægt að fá Volvo 244 með V6-vél. Önnur útfærsla náði vinsældum á sumum markaðssvæðum árið 1979 – fyrsta sex strokka dísilvélin í fólksbíla (á sumum markaðssvæðum var boðið upp á fimm strokka dísilvél).

Nýja 240/260-línan var þróuð með áherslu á strangar öryggiskröfur. Öryggiskröfurnar voru í raun það strangar að bíllinn var notaður sem viðmið við þróun öryggisstaðla hjá bandarískum yfirvöldum.

Volvo 240 náði næstum þeim áfanga að verða fornbíll á meðan hann var enn í framleiðslu, sem stóð yfir í rétt tæp 20 ár. Tvisvar sinnum fékk hann yfirhalningu, með tilkomu 1981-árgerðarinnar og 1986-árgerðarinnar. Þegar yfir lauk höfðu yfir 2,8 milljónir eintaka verið framleiddar af 240- og 260-línunum.

Tæknilýsing
Gerð:244
Framleiðsla: 1974–1993
Fjöldi framleiddra eintaka: 1.483.399
Yfirbygging: fjögurra dyra sedan
Vél: fjórir strokkar í línu með yfirliggjandi kambás; fjórir strokkar í línu með yfirliggjandi kambás og forþjöppu. V6 með yfirliggjandi kambás og dísilvélar með fimm eða sex strokkum í línu og yfirliggjandi kambás.
Gírskipting: fjögurra gíra beinskipting, fjögurra gíra beinskipting með rafrænum aukagír, fimm gíra beinskipting eða þriggja eða fjögurra gíra sjálfskipting.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum.
Mál: heildarlengd 490 cm, hjólhaf 264 cm.