Volvo 245. Notaður sem staðalbíll við þróun öryggismála hjá bandarískum yfirvöldum.
Í ágúst 1974 kynnti Volvo til sögunnar nýja kynslóð bíla í 240- og 260-línunum.
Þessar nýju gerðir voru þróaðar út frá 140-línunni og voru um margt líkar fyrirrennurum sínum. Á meðal breytinga voru nýir stórir stuðarar að framan og breyttur undirvagn með McPherson-fjöðrun að framan.
Með tilkomu 240-línunnar var tekin í notkun ný fjögurra strokka vélalína með yfirliggjandi kambási. Eldri fjögurra strokka vélin var til staðar í grunnútfærslunum enn um sinn.
Í stuttan tíma var einnig hægt að fá 245 afhentan með V6-vél, eins og Volvo 244. Fyrsta sex strokka dísilvélin fyrir fólksbíl kom á markað haustið 1978, í Volvo 240. Þetta reyndist vinsæll valkostur á tilteknum markaðssvæðum þar sem dísilolía gegndi mikilvægu hlutverki.
Nýja Volvo-línan var þróuð með áherslu á strangar öryggiskröfur. Öryggiskröfurnar voru í raun það strangar að bíllinn var notaður sem viðmið við þróun öryggisstaðla hjá bandarískum yfirvöldum.
Volvo 245 lét ekki þar við sitja heldur vísaði hann einnig veginn þegar kom að afköstum. Árið 1981 kom á markað 245-útfærsla sem búin var forþjöppu og var þá einn hraðskreiðasti skutbíll sem þá fyrirfannst.
Tvisvar sinnum fékk bíllinn yfirhalningu, með tilkomu 1981-árgerðarinnar og 1986-árgerðarinnar. Þegar líða tók að lokum framleiðslu 245 átti hann nokkurs konar endurkomu. Útfærsla sem gekk undir heitinu Polar náði miklum költ-vinsældum á Ítalíu.
Tæknilýsing
Gerð:245
Framleiðsla: 1974–1993
Fjöldi framleiddra bíla: 959.151
Yfirbygging: fimm dyra skutbíll Vél: fjórir strokkar í línu með yfirliggjandi kambás; fjórir strokkar í línu með yfirliggjandi kambás og forþjöppu. V6 með yfirliggjandi kambás og dísilvélar með fimm eða sex strokkum í línu og yfirliggjandi kambás.
Gírskipting: fjögurra gíra beinskipting, fjögurra gíra beinskipting með rafrænum aukagír, fimm gíra beinskipting eða þriggja eða fjögurra gíra sjálfskipting.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum.
Mál: heildarlengd 490 cm, hjólhaf 264 cm.
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari ferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla