Volvo 262C. Hannað í Svíþjóð, framleitt á Ítalíu.
Volvo 262C var afhjúpaður á bílasýningunni í Genf árið 1977.
262C var tveggja dyra með fjórum þægilegum sætu; rýmið fékkst með sama hjólhafi og Volvo 264. Þaklínan var auk þess frábrugðin fjögurra dyra bílunum sem þessi bíll var byggður á. Framrúðan var brattari og C-stoðin var mjög breið. Fyrstu árin voru bílarnir silfraðir og með svörtu vínylþaki. Síðar meir voru fleiri litir í boði á ytra byrðið. Innanrýmið einkar íburðarmikið og klætt leðri og viði.
Bíllinn var hannaður í Svíþjóð en framleiddur í Bertone á Ítalíu.
Tæknilýsing
Gerð: 262C
Framleiðsla: 1977–1981
Fjöldi framleiddra bíla: 6622
Yfirbygging: tveggja dyra coupe
Vél: V6 með yfirliggjandi kambás, 2664 cc eða 2849 cc.
Gírskipting: fjögurra gíra beinskipting með rafrænum aukagír eða þriggja gíra sjálfskipting.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum.
Mál: heildarlengd 490 cm, hjólhaf 264 cm.
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari vegferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla