Mynd sem sýnir Volvo 262C

Volvo 262C. Hannað í Svíþjóð, framleitt á Ítalíu.

Volvo 262C var afhjúpaður á bílasýningunni í Genf árið 1977.

262C var tveggja dyra með fjórum þægilegum sætu; rýmið fékkst með sama hjólhafi og Volvo 264. Þaklínan var auk þess frábrugðin fjögurra dyra bílunum sem þessi bíll var byggður á. Framrúðan var brattari og C-stoðin var mjög breið. Fyrstu árin voru bílarnir silfraðir og með svörtu vínylþaki. Síðar meir voru fleiri litir í boði á ytra byrðið. Innanrýmið einkar íburðarmikið og klætt leðri og viði.

Bíllinn var hannaður í Svíþjóð en framleiddur í Bertone á Ítalíu.

Tæknilýsing
Gerð: 262C
Framleiðsla: 1977–1981
Fjöldi framleiddra bíla: 6622
Yfirbygging: tveggja dyra coupe
Vél: V6 með yfirliggjandi kambás, 2664 cc eða 2849 cc.
Gírskipting: fjögurra gíra beinskipting með rafrænum aukagír eða þriggja gíra sjálfskipting.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum.
Mál: heildarlengd 490 cm, hjólhaf 264 cm.