Volvo 66. Fæst í tveimur útfærslum, tveggja dyra sedan og þriggja dyra skutbíll.
Árið 1972 keypti Volvo einn þriðja hlut í DAF Car BV í Hollandi og náði þannig fótfestu í flokki lítilla bíla, flokki sem fyrirtækið hafði ekki framleitt fyrir áður. Um miðjan áttunda áratug síðustu aldar keypti Volvo stærri hlut í DAV Car BV. Í kjölfar þess var fyrirtækið endurskipulagt og hét eftir það Volvo Car BV.
Fyrsti bíllinn sem Volvo Car BV framleiddi undir merkjum Volvo-vörumerkisins var Volvo 66. Hér var um að ræða bíl sem byggður var á eldri gerð, DAF 66.
Volvo 66 var í boði í tveimur útfærslum, tveggja dyra sedan-bíll og þriggja dyra skutbíll. Bílarnir voru með afturhjóladrifi og CVT-sjálfskiptingu.
Tæknilýsing
Gerð: 66
Framleiðsla: 1975–1980
Fjöldi framleiddra bíla: 106.137
Yfirbygging: tveggja dyra sedan eða þriggja dyra skutbíll
Vél: fjórir strokkar í línu með yfirliggjandi kambás, 1109 cc, 47 hestöfl eða 1289 cc, 57 hestöfl.
Gírskipting: CVT-sjálfskipting.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar að framan og skálahemlar að aftan.
Mál: heildarlengd 390 cm, hjólhaf 225 cm.
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari ferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla