Mynd sem sýnir Volvo 66

Volvo 66. Fæst í tveimur útfærslum, tveggja dyra sedan og þriggja dyra skutbíll.

Árið 1972 keypti Volvo einn þriðja hlut í DAF Car BV í Hollandi og náði þannig fótfestu í flokki lítilla bíla, flokki sem fyrirtækið hafði ekki framleitt fyrir áður. Um miðjan áttunda áratug síðustu aldar keypti Volvo stærri hlut í DAV Car BV. Í kjölfar þess var fyrirtækið endurskipulagt og hét eftir það Volvo Car BV.

Fyrsti bíllinn sem Volvo Car BV framleiddi undir merkjum Volvo-vörumerkisins var Volvo 66. Hér var um að ræða bíl sem byggður var á eldri gerð, DAF 66.

Volvo 66 var í boði í tveimur útfærslum, tveggja dyra sedan-bíll og þriggja dyra skutbíll. Bílarnir voru með afturhjóladrifi og CVT-sjálfskiptingu.

Tæknilýsing
Gerð: 66
Framleiðsla: 1975–1980
Fjöldi framleiddra bíla: 106.137
Yfirbygging: tveggja dyra sedan eða þriggja dyra skutbíll
Vél: fjórir strokkar í línu með yfirliggjandi kambás, 1109 cc, 47 hestöfl eða 1289 cc, 57 hestöfl.
Gírskipting: CVT-sjálfskipting.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar að framan og skálahemlar að aftan.
Mál: heildarlengd 390 cm, hjólhaf 225 cm.