Volvo 780. Sameinar fágaða, tímalausa hönnun og skýr einkenni Volvo.
Þegar alþjóðlega bílasýningin í Genf var sett árið 1985 beindust allra augu að glænýjum bíl frá Volvo.
Þetta var Volvo 780, sérhannaður tveggja dyra bíll. Bíllinn var hannaður af ítölsku hönnunarstofunni Bertone, sem einnig sá um framleiðslu þessara einstöku bíla, eftir að hafa öðlast reynslu af framleiðslu Volvo 264TE (límósínuútfærslu 264) og Volvo 262C, tveggja dyra útfærslu af Volvo 260.
Volvo 780 sameinaði fágaða og tímalausa hönnun og einkennandi yfirbragð Volvo-bílsins. Innanrými þessa bíls var einnig í sérflokki og tvískipt hönnun aftursæta ætluð einungis tveimur farþegum.
Tæknilega var Volvo 780 að mestu byggður á 760-gerðinni.
Tæknilýsing
Gerð: 780
Framleiðsla: 1985–1990
Fjöldi framleiddra bíla: 8518
Yfirbygging: tveggja dyra
Vél: fjögurra strokka með tveimur yfirliggjandi kambásum, 1986 cc eða 2316 cc með yfirliggjandi kambás, V6 2849 cc með yfirliggjandi kambás eða sex strokka 2383 cc dísilvél með forþjöppu
Gírskipting: fjögurra gíra beinskipting með rafrænum aukagír eða fjögurra gíra sjálfskipting
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum
Mál: heildarlengd 479,4 cm, hjólhaf 277 cm
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari ferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla