Mynd sem sýnir Volvo 850 Estate.

Volvo 850-skutbíll. Fyrsti bíllinn í heiminum sem var með hliðarloftpúða.

Í febrúar 1993, innan við tveimur árum eftir að fjögurra dyra 850 GLT sedan-bíllinn kom á markað, var fimm dyra skutbílsútfærsla afhjúpuð.

Hönnun 850-skutbílsins skartaði afturhluta með hefðbundnum einkennum Volvo-bíla, þ.e. nánast lóðréttum afturhlera, sérlega hagnýtum eiginleika sem skapaði meira pláss í innanrýminu.

Volvo 850 GLT fékk glimrandi viðtökur og sjaldan hefur nýr bíll sópað að sér jafnmörgum verðlaunum. Skutbílsútfærslan fékk hin virtu japönsku verðlaun „Good Design Grand Prize“ 1994.

Næstu árin var 850-línan víkkuð út með nýjum útfærslum, til viðbótar við skutbílinn. Þar á meðal voru fleiri vélar, á borð við bensínvélar með forþjöppu og dísilvélar með forþjöppu og beinni innspýtingu.

Þegar Volvo tók ákvörðun um að taka þátt í kappakstri á ný árið 1994 varð BTCC-kappaksturinn (British Touring Car Championships) fyrir valinu. Fyrsti bíllinn frá Volvo sem tók þátt var Volvo 850-skutbíll, sem bauð bæði upp á framúrskarandi veggrip og afl í einum pakka.

Volvo 850 var fyrsti bíllinn í heiminum sem var búinn loftpúðum á hliðum, sem voru fyrst kynntir til sögunnar í línunni haustið 1994.

Einstök viðbót við 850/V70-línuna voru fyrsta kynslóð AWD- (aldrif) og XC-gerðanna (Cross-Country).

V70 tók við af 850-skutbílnum sem árgerð 1997.

Tæknilýsing
Gerð: 850 Estate
Útfærslur: AWD, XC, R
Framleiddur: 1993 - 1996 Fjöldi framleiddra bíla: 326068
Yfirbygging: fimm dyra skutbíll
Vél: fimm strokka með tveimur yfirliggjandi kambásum, 1984 cc til 2383 cc eða fimm strokka 2461 cc dísilvél með yfirliggjandi kambás og forþjöppu
Gírskipting: fimm gíra beinskipting eða fjögurra gíra sjálfskipting, FWD eða AWD.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum
Mál: heildarlengd 472 cm, hjólhaf 267 cm