Volvo 850 Sedan. Fyrsti bíllinn í heiminum til að bjóða upp á hliðarloftpúða haustið 1994.
Volvo afhjúpaði glænýja gerð í júní 1991, Volvo 850 GLT. Volvo 850 GLT var markaðssettur undir þeim formerkjum að þar færi kraftmikill bíll með fjórum óviðjafnanlegum nýjungum.
Þessar nýjungar voru: þverlæg fimm strokka vél sem knúði framhjóladrif, afturöxull með delta-örmum sem sameinaði sveigjanleika og mýkt sjálfstæðrar fjöðrunar og öryggi driföxuls, SIPS-vörn gegn hliðarárekstri og sjálfstillandi öryggisbeltabúnaður.
Hönnun ytra byrðis 850 ber sterk útlitseinkenni Volvo og tengsl bílsins við 740 og 940 voru auðsjáanleg.
Volvo 850 GLT fékk glimrandi viðtökur og sjaldan hefur nýr bíll sópað að sér jafnmörgum verðlaunum.
Næstu árin var 850-línan víkkuð út með nýjum útfærslum, þar á meðal með bensínvélum með forþjöppu og dísilvélum með forþjöppu og beinni innspýtingu.
Volvo 850 var einnig fyrsti bíllinn í heiminum sem var búinn loftpúðum á hliðum, sem voru fyrst kynntir til sögunnar haustið 1994.
S70 tók við af 850 Sedan sem árgerð 1997.
Tæknilýsing
Gerð: 850 Sedan
Útfærslur: AWD, T5 R
Framleiðsla: 1991–1996
Fjöldi framleiddra bíla: 390.835
Yfirbygging: fjögurra dyra sedan
Vél: fimm strokka með tveimur yfirliggjandi kambásum, 1984 cc til 2435 cc eða fimm strokka 2461 cc dísilvél með yfirliggjandi kambás og forþjöppu
Gírskipting: fimm gíra beinskipting eða fjögurra gíra sjálfskipting, FWR eða AWD
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum
Mál: heildarlengd 467 cm, hjólhaf 267 cm
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari vegferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla