Mynd sem sýnir Volvo 940 fólksbílinn.

Volvo 940 Sedan. Innleiðing á stöðluðum þriggja punkta öryggisbeltum og stillanlegum höfuðpúðum að aftan.

Volvo 940/960-línan var kynnt haustið 1990. Nýr 940 kom í stað 740, sem þó var framleiddur áfram sem grunnútfærsla 740 GL. Volvo 940, sem um margt líktist 960, var knúinn með fjögurra strokka bensínvél eða sex strokka dísilvél með forþjöppu.

Volvo 940 fylgdu einnig nýjungar í öryggisbúnaði. Bæði hann og 960-lúxusútfærslan voru með þriggja punkta öryggisbelti með tregðuspólu sem staðalbúnað, auk stillanlegs höfuðpúða í miðjusæti aftursætanna. Þetta var búnaður sem ekki hafði sést áður. Enn fremur var hægt að fá bílinn afhentan með barnabílstól innbyggðan í armpúðann í miðju aftursætanna.

Þessi búnaður, ásamt öðrum öryggisbúnaði, aflaði bílnum fjölda viðurkenninga, og þá ekki síst verðlaunin „Prince Michael Road Safety Award“ og „Autocar & Motor“ fyrir besta öryggisbúnaðinn.

Tæknilýsing
Gerð: 940 Sedan
Framleiðsla: 1990–1998
Fjöldi framleiddra bíla: 246.704
Yfirbygging: fjögurra dyra sedan
Vél: fjögurra strokka vél með yfirliggjandi kambás, 1986 cc, 88,9 x 80 mm; fjögurra strokka vél með yfirliggjandi kambás, 2316 cc með/án forþjöppu og sex strokka dísilvél með yfirliggjandi kambás, 2383 cc, með forþjöppu
Gírskipting: fjögurra gíra beinskipting með rafrænum aukagír, fimm gíra beinskipting eða fjögurra gíra sjálfskipting
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum
Mál: heildarlengd 487 cm, hjólhaf 277 cm.