Volvo 960 skutbíll. Náttúrulegt val fyrir viðskiptavini sem vildu blöndu af þægindum, öryggi, vinnuvistfræði og rými.
Volvo 960 Estate var kynntur til sögunnar haustið 1990, ásamt öðrum nýjum árgerðum ársins 1991. Volvo 960 Estate var búinn sex strokka vél eins 760-línan frá Volvo.
Þessi 960 Estate var eðlilegur valkostur fyrir vandláta viðskiptavini sem vildu bíl sem bauð upp á einstaka blöndu þæginda, öryggis, líkamsstöðu, rýmis og sveigjanleika, blöndu sem var sérstaklega vinsæl hjá fólki sem hafði áhuga á golfi, siglingum eða veiðum, svo dæmi sé tekið.
Hönnun 960 Estate tók miklum breytingum með árgerð 1995. Útliti framhluta var breytt. Þá var undirvagninn nánast sem nýr og boðið var upp á 2,5 lítra útfærslu sex strokka vélarinnar samhliða 3 lítra útfærslunni.
Aðrar nýjungar sem fylgdu 1995-árgerð Volvo 960 Estate var ný kynslóð sjálfstæðrar fjölarma fjöðrunar að aftan, sem jók enn frekar á þægindi og veggrip.
Framleiðslu Volvo 960 Estate var hætt árið 1997 þegar Volvo V90 var kynntur til sögunnar.
Tæknilýsing
Gerð: 960 Estate
Framleiðsla: 1990–1997
Fjöldi framleiddra bíla: 41.619
Yfirbygging: fimm dyra skutbíll
Vél: sex strokkar í línu með tveimur yfirliggjandi kambásum; 2473 cc eða 2922 cc
Gírskipting: fimm gíra beinskipting eða fjögurra gíra sjálfskipting
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum
Mál: heildarlengd 487 cm, hjólhaf 277 cm
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari vegferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla