Mynd sem sýnir Volvo 960/V90 Estate.

Volvo 960/V90 skutbíll. Með nýjum litum að innan og utan.

Volvo V90 Estate var kynntur árið 1997 sem arftaki Volvo 960 Estate.

Þegar þessar tvær gerðir eru bornar saman er eingöngu hægt að greina smávægilegan mun. Á meðal þess sem V90 bauð upp á voru nýir litir í innanrými og á ytra byrði. Þetta snerist meira um að fella þessar gerðir inn í ný gerðaheiti sem fyrst voru kynnt til sögunnar árið 1995 með Volvo S40 og V40.

Árið 1998 var framleiðslu Volvo V90 hætt.

Tæknilýsing
Gerð: 960/V90 ESTATE
Framleiðsla: 1997–1998
Fjöldi framleiddra bíla: 9067
Yfirbygging: fimm dyra skutbíll
Vél: sex strokkar í línu með tveimur yfirliggjandi kambásum; 2473 cc eða 2922 cc
Gírskipting: fimm gíra beinskipting eða fjögurra gíra sjálfskipting
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum
Mál: heildarlengd 487 cm, hjólhaf 277 cm