Volvo C70 Cabriolet/blæjubíll. Opinn bíll með Volvo-veltivarnarkerfi.
Saga blæjubíla frá Volvo nær aftur til fyrsta Volvo-bílsins. Fyrsti bíllinn sem Volvo framleiddi árið 1927, ÖV4, var óyfirbyggður bíll. Á fjórða áratug síðustu aldar var fjöldi blæjubíla smíðaður hjá sérhæfðum yfirbyggingafyrirtækjum á mismunandi undirvagna frá Volvo. Árin 1956–1957 var boðið upp á hinn fræga Volvo Sport (P1900) í afar takmörkuðu upplagi, 67 eintökum, og hafa flest þeirra varðveist fram á okkar daga.
Margir ráku upp stór augu þegar C70-blæjubíllinn var kynntur til sögunnar árið 1997, þar sem um var að ræða einn dýrasta lúxusbíl sem borið hafði merki Volvo fram að þeim tíma.
C70-blæjubíllinn hafði aftur á móti meira til að bera en bara fegurðina. Hann var í raun fyrst og fremst spennandi í akstri með sama veggrip og C70 Coupé og hámarkshraða og hröðunareiginleika sem voru langt umfram það sem þekktist í flestum svokölluðum „sportbílum“.
Volvo hafði lengi þráast við að framleiða óyfirbyggðan bíl af öryggisástæðum. But, thanks to the Volvo ROPS (Roll Over Protection System) innovation, safety was integrated even if the open car should turn upside down, thanks to an automatic roll-over-bar which was activated in the event of an accident.
Volvo C70-blæjubíllinn var fyrst og fremst ætlaður á markað í Norður-Ameríku, en hann náði fljótt vinsældum á fleiri markaðssvæðum þar sem loftslag hentaði fyrir óyfirbyggða bíla.
Tæknilýsing
Gerð: Volvo C70 Cabriolet/Convertible
Framleiðsla: 1997–2013
Fjöldi framleiddra bíla: endanleg tala liggur ekki fyrir
Yfirbygging: tveggja dyra blæjubíll
Vél: fimm strokkar í línu með tveimur yfirliggjandi kambásum; 1984, 2319 eða 2435 cc
Gírskipting: fimm gíra beinskipting, fimm gíra sjálfskipting
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum
Mál: heildarlengd 472 cm, hjólhaf 266 cm
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari vegferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla