Volvo hjólhýsi/tengivagn. Með möguleika á að breyta úr hjólhýsi í venjulega kerru.
„Þitt eigið hótel á hjólum“ var yfirskrift bæklinga fyrir hjólhýsið/tengivagninn árið 1957. Á sjötta áratug síðustu aldar tók sú nýlunda að fara í ferðalag á bíl sig upp í kjölfar annarrar nýlundu, sumarfrísins. Ef hægt var að umbreyta innanrými bíls í svefnpláss fyrir tvo seldi bíllinn sig nánast sjálfur á þessum tíma. Volvo Cars hefur um langan aldur boðið upp á bíla sem sameina sveigjanleika og fjölhæfni. Í dag bjóðum við t.d. upp á nestisborð sem aukahlut fyrir V70, XC70 og XC90. Árið 1957 vorum við aftur á móti strax byrjuð að gefa til kynna þá áherslu sem við leggjum á fjölskyldueininguna.
Og talandi um sveigjanleika; hægt var að breyta hjólhýsinu/tengivagninum í hefðbundna kerru. Verðmiðinn var 2700 sænskar krónur árið 1957. Því miður hefur enginn þessara svefnvagna varðveist.
Tæknilýsing
Gerð: SVEFNVAGN
Framleiðsla: 1957 – 1957
Fjöldi framleiddra eintaka: 53
Yfirbygging: Niðurfellanlegt þak úr spónaplötum og hliðar úr áli eða plasthúðuðu efni, blikkplata í gólfi.
Vél: á ekki við
Gírskipting: á ekki við
Hemlar: nei
Mál: full hæð: 180 cm, niðurfelld hæð: 103 cm, breidd: 180 cm, heildarlengd, með dráttarkróki: 310 cm, heildarlengd, yfirbygging: 225 cm, þyngd: 320 kg.
Annað: Linells Vagn AB hefur verið í eigu AB Volvo frá árinu 1974 er í dag þekkt sem VAH, Volvo Articulated Haulers AB.
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari ferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla