Mynd sem sýnir Volvo hjólhýsið/eftirvagninn

Volvo hjólhýsi/tengivagn. Með möguleika á að breyta úr hjólhýsi í venjulega kerru.

„Þitt eigið hótel á hjólum“ var yfirskrift bæklinga fyrir hjólhýsið/tengivagninn árið 1957. Á sjötta áratug síðustu aldar tók sú nýlunda að fara í ferðalag á bíl sig upp í kjölfar annarrar nýlundu, sumarfrísins. Ef hægt var að umbreyta innanrými bíls í svefnpláss fyrir tvo seldi bíllinn sig nánast sjálfur á þessum tíma. Volvo Cars hefur um langan aldur boðið upp á bíla sem sameina sveigjanleika og fjölhæfni. Í dag bjóðum við t.d. upp á nestisborð sem aukahlut fyrir V70, XC70 og XC90. Árið 1957 vorum við aftur á móti strax byrjuð að gefa til kynna þá áherslu sem við leggjum á fjölskyldueininguna.

Og talandi um sveigjanleika; hægt var að breyta hjólhýsinu/tengivagninum í hefðbundna kerru. Verðmiðinn var 2700 sænskar krónur árið 1957. Því miður hefur enginn þessara svefnvagna varðveist.

Tæknilýsing
Gerð: SVEFNVAGN
Framleiðsla: 1957 – 1957
Fjöldi framleiddra eintaka: 53
Yfirbygging: Niðurfellanlegt þak úr spónaplötum og hliðar úr áli eða plasthúðuðu efni, blikkplata í gólfi.
Vél: á ekki við
Gírskipting: á ekki við
Hemlar: nei
Mál: full hæð: 180 cm, niðurfelld hæð: 103 cm, breidd: 180 cm, heildarlengd, með dráttarkróki: 310 cm, heildarlengd, yfirbygging: 225 cm, þyngd: 320 kg.
Annað: Linells Vagn AB hefur verið í eigu AB Volvo frá árinu 1974 er í dag þekkt sem VAH, Volvo Articulated Haulers AB.