Volvo ÖV4. Fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn frá Volvo.
Fyrsti fjöldaframleiddi bíll Volvo ók út úr verksmiðjunni í Lundby 14. apríl 1927. Þessi gamaldags fjögurra strokka bíll fékk heitið ÖV4. Yfirbyggingin var byggð utan um grind úr aski og birki, klædd blikki og eingöngu í boði í einni litasamsetningu, dökkblá með svörtum vængjum. ÖV4 gekk oft undir gælunafninu "Jakob".
Tæknilýsing
Gerð: ÖV4 Útfærslur: ÖV4 TV (pallbíll) ÖV4-undirvagn
Framleiðsla: 1927–1929
Fjöldi framleiddra bíla: 275 (þar af 205 með opinni yfirbyggingu með blæju).
Yfirbygging: blæjubíll, eða sem undirvagn.
Vél: fjórir strokkar með ventlum á hliðum; 1944 cc; 75 x 110 mm; 28 hestöfl við 2000 sn./mín.
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari vegferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla