Volvo P1200/P120 Amazon. Fyrsti bíllinn frá Volvo með samfelldri yfirbyggingu.
Árið 1956 kynnti Volvo frumgerð nýs fólksbíls. Bíllinn varð þekktur undir heitinu Amazon í Svíþjóð og 121 og 122S á erlendum mörkuðum. Heitið 122S var notað yfir útfærslu með öflugri vél.
Framleiðsla hófst árið 1957 og til að byrja með var horft á þennan bíl sem stærri útgáfu en PV444. Sú staðreynd að 121/122S var fjögurra dyra leiddi óneitanlega til þessarar niðurstöðu.
Útlitið var nútímalegt og þetta var fyrsti bíllinn frá Volvo með samfelldri yfirbyggingu. Fólki fannst hann almennt fallegur. Framhlutinn einkenndist af tveimur ávölum loftinntökum. Afturvængirnir sköguðu aðeins aftur og endinn var lítið eitt uggalaga, enda mjög vinsæl hönnun á þeim tíma.
Amazon 121/122S var einnig vel búinn öryggisbúnaði á borð við bólstraðan efri hluta mælaborðs, lagskipta framrúðu og öryggisbelti bæði í fram- og aftursætum.
Haustið 1961 voru kynntar til sögunnar umfangsmiklar breytingar í P120-gerðunum. 1,6 lítra vélinni var skipt út fyrir B18, í 75 eða 90 hestafla útfærslum, rafkerfið var orðið 12 volt og nýtt grill prýddi framhlutann, auk þess sem 90 hestafla útfærslan var með diskahemla á framhjólum.
Framleiðslu fjögurra dyra gerðar P120 var hætt haustið 1966, og í staðinn kom glænýr bíll, Volvo 144.
Tæknilýsing
Gerð: P 1200 / P 120 AMAZON, sedan
Útfærslur: P 1200 V, P 1200 H, P 121, P 122 S
Framleiðsla: 1956–1967
Fjöldi framleiddra bíla: 234.208
Yfirbygging: fjögurra dyra sedan
Vél: fjórir strokkar í línu með ventlum ofan á; 1583 cc; 79,37 x 80 mm; 60 hestöfl við 4500 sn./mín. eða 85 hestöfl við 5500 sn./mín. 1961: 1778 cc, 84,14 x 80 mm, 75 hestöfl við 4500 sn./mín. eða 90 hestöfl við 5000 sn./mín., aukið í 95 hestöfl árið 1965.
Gírskipting: þriggja eða fjögurra gíra beinskipting með eða án aukagírs, með gírstöng á gólfi (sumir bílar voru afhentir með gírstöngina á stýrissúlunni). Þriggja gíra sjálfskipting með gírstöng á stýrissúlu.
Hemlar: vökvaknúnir skálahemlar á öllum hjólum. 1961: diskahemlar á framhjólum S-útfærslna. 1964: diskahemlar á öllum hjólum á öllum útfærslum.
Mál: heildarlengd 445 cm, hjólhaf 2600 mm.
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari ferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla