Volvo P1800/1800. Bíll sem varð frægur vegna hlutverks síns í kvikmyndunum um "The Saint".
Snemma árið 1959 kynnti Volvo til sögunnar nýjan sportbíl, tveimur árum eftir Volvo Sport-tilraunina, með yfirbyggingu úr plasti með trefjaglersstyrkingu.
Nýi bíllinn gekk undir heitinu P1800, og síðar meir P1800S/1800S og 1800E. Þessi nýi sportbíll var undir áhrifum frá ítölskum stíl og hófst framleiðsla hans árið 1961.
Þar sem Volvo hafði ekki aðstöðu til að framleiða bílinn sjálft var framleiðslan í höndum undirverktaka í Englandi fyrstu árin. Fyrirtækið Pressed Steel sá um framleiðslu yfirbygginganna en lokasamsetning fór fram hjá Jensen. Árið 1963 var samsetning P-1800 S flutt til Lundbyverken í Gautaborg. Framleiðsla yfirbygginganna var einnig til flutt til Olofströmsverken í Svíþjóð. Þetta var gert þegar framleiðsla 1800 E hófst árið 1969. Volvo P1800 var byggður á gólfhönnun Volvo 121/122S, en með styttra hjólhafi. Bíllinn var einnig búinn glænýrri 1,8 lítra fjögurra strokka vél, sem upphaflega var 100 hestöfl, en síðar 108, 115 og 120 hestöfl.
Næstu árin voru nýjar gerðir aðallega hannaðar í kringum nýjar gerðir véla. Haustið 1968 var 2,0 lítra vél með 118 hestafla úttaki kynnt til sögunnar. Í kjölfar hennar, árið 1969, fylgdi ný útgáfa með eldsneytisinnspýtingu og enn meira afli.
Tæknilýsing
Gerð: P1800 / 1800
Útfærslur: P 1800 S, 1800 S, 1800 E
Framleiðsla: 1961–1972
Fjöldi framleiddra bíla: 39.414
Yfirbygging: blæjubíll, tveggja sæta
Vél: fjórir strokkar í línu með ventlum ofan á; 1778 cc; 84,14 x 80 mm; 100 hestöfl við 5500 sn./mín., aukið í 108 hestöfl við 5800 sn./mín. árið 1968. Árið 1968 var einnig kynnt til sögunnar 2,0 lítra 1986 cc (88,9 x 80 cm) útgáfa með blöndungi og árið 1969 var svo eldsneytisinnspýtingunni bætt við og vélin orðin 120 hestöfl.
Gírskipting: fjögurra gíra beinskipting eða fjögurra gíra beinskipting með aukagír eða þriggja gíra sjálfskipting, allar með gírstöng í gólfi.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar að framan og hemlaskálar að aftan, síðari gerðir með diskahemla á öllum hjólum.
Mál: heildarlengd 440 cm, hjólhaf 245 cm.
Annað: Þessi gerð Volvo varð víðfræg þar sem hún var notuð í bíómyndunum um Dýrlinginn (e. The Saint) með hetjuna Simon Templar (sem Roger Moore lék) undir stýri.
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari ferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla