Volvo P220 Amazon-skutbíll. Hönnun sem er innblásin af bandarískum skutbílum.
Þessari gerð er hægt að lýsa sem skutbílsútfærslu á 121/122S (Amazon). Hún var afhjúpuð á bílasýningunni í Stokkhólmi í febrúar 1962. Með þessari gerð bauð Volvo upp á fjölbreyttara úrval bíla innan sömu bílalínunnar en áður hafði þekkst.
P220 var fjögurra dyra og afturhlerinn var tvískiptur, annar hlutinn opnaðist upp og hinn hlutinn niður. Hönnunin var byggð á bandarískum skutbílum.
P220 var framleiddur samhliða P210 og átti eftir að ná meiri vinsældum utan Norðurlandanna en innan þeirra. Þessi bíll var enn eitt mikilvæga skrefið í átt að fjölskylduvænum skutbílum og frá atvinnubifreiðamarkaðnum. Þannig spilaði P220 mikilvægt hlutverk í þeirri vegferð Volvo að verða leiðandi aðili í framleiðslu skutbíla.
Tæknilýsing
Gerð: P 220 Amazon-skutbíll
Útfærslur: P 221, P 222 (SPORT)
Framleiðsla: 1962–1969
Fjöldi framleiddra bíla: 73.169
Yfirbygging: fjögurra dyra skutbíll
Vél: fjórir strokkar í línu með ventlum ofan á; 1778 cc; 84,14 x 80 mm; 75, 90 eða 95 hestöfl, og síðar 1986 cc, 88,9 x 80 mm, 90 hestöfl.
Gírskipting: fjögurra gíra beinskipting (með eða án aukagírs) með gírstöng í gólfi eða þriggja gíra sjálfskipting með gírstöng á stýrissúlu.
Hemlar. vökvaknúnir skálahemlar á öllum hjólum til að byrja með, en síðar meir voru diskahemlar settir á framhjól.
Mál: heildarlengd 449 cm, hjólhaf 260 cm.
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari ferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla