Mynd sem sýnir Volvo PV4

Volvo PV4. Með sætum sem hægt væri að breyta í rúm fyrir tvo.

Fyrsti sedan-bíll Volvo, PV4, kom fram á sjónarsviðið árið 1927 og sérstök útfærsla hans var afhjúpuð árið á eftir. Yfirbygging PV4 var byggð á Weymann-hönnuninni, þar sem einangruð viðargrindin var klædd gervileðri í stað stáls. Hægt var að breyta sætunum í þægilegt rúm fyrir tvo.

Tæknilýsing
Gerð: PV4
Útfærslur: PV4 „A“, PV4 „Special“
Framleiðsla: 1927–1929
Fjöldi framleiddra bíla: 694
Yfirbygging: sedan.
Vél: fjórir strokkar í línu með ventlum á hliðum; 1944 cc; 75 x 110 mm; 28 hestöfl við 2000 sn./mín.
Gírskipting: þriggja gíra, með gírstöng í gólfi