Mynd sem sýnir PV445 Duett

Volvo PV445/PV445 DUETT. Hann er fyrirrennari einstakra þægilegra, öruggra og kraftmikilla skutbíla frá Volvo sem framleiddir eru í dag.

PV445 var undirvagnsútfærsla PV444, sem ekki var hægt að bjóða upp á sem stakan undirvagn vegna sambyggðrar hönnunarinnar. Vélræn hönnun og útlit framhlutans voru aftur á móti á allan hátt eins og á PV444, utan þess að grillið var með einni rim meira.

Frá árinu 1949 til ársins 1953 var PV445 notaður sem grunnur fyrir litla vörubíla, sendiferðabíla, skutbíla og fallega tveggja dyra blæjubíla. Framleiðsla þessara bíla var að öllu leyti í höndum sjálfstæðra framleiðenda yfirbygginga, ekki hjá Volvo.

Hinn víðfrægi Duett (DH-útfærslan), sem byggður var á PV445, kom á markað 1953. Hann gat sér einstakt orðspor og er fyrirrennari einstakra þægilegra, öruggra og kraftmikilla skutbíla frá Volvo sem framleiddir eru í dag.

Tæknilýsing
Gerð: PV 445 / PV 445 Duett
Útfærslur: PV 445 A, undirvagn, PV 445 B, undirvagn, PV 445-sendiferðabíll: DS, GS, LS, P-44505 – 1957, P-4405 M PV 445-skutbíll: DH, GL, LL, P-44506 – 1957, P-44506 M PV 445-fólksflutningabíll: PH, GP, LP, P-44507 – 1957, P-44507 M
Framleiðsla: 1949–1960
Fjöldi framleiddra bíla: 29.409
Yfirbygging: skutbíll og sendiferðabíll
Vél: fjórir strokkar í línu með ventlum ofan á; 1414 cc; 75 x 80 mm; 40 til 85 hestöfl eða 1583 cc; 79,37 x 80 mm; 60 hestöfl við 4500 sn./mín.
Gírskipting: þriggja gíra beinskipting með gírstöng í gólfi.
Hemlar: vökvaknúnir skálahemlar á öllum hjólum.
Mál: hjólhaf 2600 mm.