Volvo PV544. Með nýju mælaborði með fóðringu á efri hlutanum til að auka öryggi í innanrýminu.
Í ágúst 1958 kom Volvo PV544 á markað, en þar var um að ræða nútimalegri útgáfu af PV444. Breytingarnar voru þær mestu frá því PV444 kom á markað 1944. Yfirbyggingin var með stærri og ávalari framrúðu, auk stórrar afturrúðu til að auka útsýnið. Innanrýmið skartaði nýrri útfærslu mælaborðs með fóðringu á efri hlutanum til að auka öryggi í innanrýminu. Hraðamælirinn var byggður á hönnun hitamælisins; rauð súla sýndi hraðann. Aftursætið var endurhannað til að auka þægindi og skapa rými fyrir aukafarþega, miðað við fyrirrennarann, PV444.
Þessi gerð hafði í tæknilegum skilningi einnig gengið í gegnum uppfærslu. Volvo PV444 var (ef ekki var horft til Norður-Ameríku) eingöngu í boði með einni gerð vélar. Með tilkomu PV544 bættist ný gerð í hópinn. Þá fylgdi bílnum einnig ný fjögurra gíra beinskipting.
Eftir þetta tók PV544 stöðugum breytingum undir yfirbyggingunni. Helsta breytingin átti sér stað 1961 þegar hin víðfræga B18-vél var sett undir húddið um leið og rafkerfið var uppfært í 12 volta straum.
Tæknilýsing
Gerð: PV 544
Útfærslur: Special I, II og Sport, (aðallega kallaðar) PV 544 A, PV 544 B, PV 544 C, PV 544 D, PV 544 E, PV 544 F, PV 544 G
Framleiðsla: 1958–1965
Fjöldi framleiddra eintaka: 243.990
Yfirbygging: tveggja dyra sedan
Vél: fjórir strokkar í línu með ventlum ofan á; 1583 cc; 79,37 x 80 mm; 60 hestöfl við 4500 sn./mín. eða 85 hestöfl við 3500 sn./mín. 1961: 1778 cc, 75 hestöfl við 4500 sn./mín. eða 90 hestöfl við 5000 sn./mín., síðar aukið í 95 hestöfl
Gírskipting: þriggja eða fjögurra gíra beinskipting, gírstöng í gólfi
Hemlar: vökvaknúnir skálahemlar á öllum hjólum.
Mál:
Annað: Volvo PV544 varð einn sigursælasti rallíbíll heims í lok sjötta áratugarins og upphafi þess sjöunda.
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari ferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla