Mynd sem sýnir Volvo PV651

Volvo PV651. Fyrsti bíllinn sem búinn var DB vélinni.

Fyrsta sex strokka vélin frá Volvo var fullbúin árið 1929. PV651 var fyrsti bíllinn sem búinn var DB-vélinni. Vélin var rétt rúmlega þriggja lítra og úttakið náði litlum 55 hestöflum. Hún var sterkbyggð og sveigjanleg, eiginleikar sem einkenna tæknilega hönnun sex strokka í línu.

PV651 og arftaki hans, PV652, voru bæði lengri og breiðari en fyrri bílar Volvo. Hemlar á öllum fjórum hjólum voru staðalbúnaður, annaðhvort vélrænir (PV651) eða vökvaknúnir (PV652).

Tæknilýsing
Gerð: PV651
Útfærslur: PV652, PV650-undirvagn, 650 Special
Framleiðsla: 1929 – 1933
Fjöldi framleiddra bíla: 2382
Yfirbygging: sedan eða blæja
Vél: sex strokkar í línu með ventlum á hliðum; 3010 cc; 76,2 x 110 mm; 55 hestöfl við 3000 sn./mín.