Mynd sem sýnir Volvo PV653-9

Volvo PV653-9. Þægilegur og sterkbyggður bíll til daglegrar notkunar.

Fyrsti Volvo bíllinn með sex strokka vél kom á markað strax árið 1929 og endurhannaðar útfærslur fylgdu í kjölfarið. Árið 1933 komu PV653 (staðalútfærsla) og PV654 (lúxusútfærsla) á markað. Þetta voru þægilegir, hljóðlátir og sterkbyggðir bílar fyrir daglegt amstur með áreiðanlegum hefðbundnum vélum.

Innanrými 654-lúxusútfærslunnar var íburðarmikið, hún var búin tveimur varadekkjum og bakkljósum, auk þess að fást í nokkrum litum.

PV655 var undirvagn sem hentaði fyrir sérbyggðar yfirbyggingar.

Útlit bílsins tók verulegum breytingum árið 1935 þegar PV658 og PV659 komu á markað. Vatnskassinn hallaði aðeins aftur á bak og búið var að setja grill fyrir framan vatnskassann. Sérhannaðir hjólkoppar gerðu einnig sitt til að breyta yfirbragðinu. Kraftmeiri útgáfa sex strokka vélarinnar var enn ein nýjungin. Slagrými hennar var 3,67 lítrar og hún skilaði 80–84 hestöflum.

Tæknilýsing
Gerð: PV653–9
Útfærslur: PV 653 hefðbundin útfærsla, PV 654 lúxusútfærsla, PV 655-undirvagn, útfærsla af PV 653/654, PV 656-undirvagn, PV 657 hefðbundin útfærsla, PV 658 lúxusútfærsla, PV 659 með skilrúmi úr gleri
Framleiðsla: 1933 (PV653-5), 1935 (PV656-9), 1935 (PV653-5), 1937 (PV656-9)
Fjöldi framleiddra bíla: 653 (PV653-5), 542 (PV656-9)
Yfirbygging: sedan Vél: 653-5: sex strokkar í línu með ventlum á hliðum; 3.266 cc; 79,4 x 110 mm; 65 hestöfl við 3.200 sn./mín. 658–659: sex strokkar í línu með ventlum á hliðum; 3670 cc; 84,14 x 110 mm; 80–84 hestöfl við 3300 sn./mín.
Gírskipting: þriggja gíra með fríhjóli, gírstöng í gólfi.
Hemlar: vökvaknúnir á öllum hjólum.
Mál: hjólhaf 2950 eða 3550 mm.
Annað: 230 PV653-bílar og 361 PV654-bíll voru framleiddir á milli 1933 og 1935