Volvo S40 2. kynslóð. Nútímalegt útlit með skýrri arfleifð Volvo.
Nýr Volvo, S40, var afhjúpaður á bílasýningunni í Frankfurt í september 2003. Önnur kynslóð S40 var komin með nútímalegra útlit með greinilegum hönnunareinkennum Volvo. Að innan gat að líta nýjar áherslur í hönnun undir greinilegum skandinavískum áhrifum.
Volvo S40 fylgdi fjölbreytt úrval véla, fjögurra strokka og einnig, í fyrsta skipti, fimm strokka bensínvéla fyrir millistóra Volvo-bíla. Fjögurra strokka dísilvél var einnig í boði.
Volvo S40 var að auki hægt að fá með aldrifi.
Yfirbygging Volvo S40 bauð upp á 68% meiri stífni en yfirbygging eldri gerða. Ekki vantaði heldur öryggisbúnaðinn, þar á meðal nýja einkaleyfisvarða hönnun framhluta með mörgum krumpusvæðum.
Tæknilýsing
Gerð: S40 GENERATION 2
Útfærslur: AWD
Framleiðsla: 2003–2012
Fjöldi framleiddra bíla: endanleg tala liggur ekki fyrir
Yfirbygging: fjögurra dyra sedan
Vél: fjórir strokkar í línu með tveimur yfirliggjandi kambásum, 1596 cc eða 1798 cc. fimm strokkar í línu með tveimur yfirliggjandi kambásum, 2435 eða 2521 cc, eða fjögurra strokka 1998 cc dísilvél með tveimur forþjöppum
Gírskipting: fimm eða sex gíra beinskipting, fimm gíra sjálfskipting
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum
Mál: heildarlengd 447 cm, hjólhaf 264 cm
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari vegferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla