Mynd sem sýnir Volvo S40 Generation 2.

Volvo S40 2. kynslóð. Nútímalegt útlit með skýrri arfleifð Volvo.

Nýr Volvo, S40, var afhjúpaður á bílasýningunni í Frankfurt í september 2003. Önnur kynslóð S40 var komin með nútímalegra útlit með greinilegum hönnunareinkennum Volvo. Að innan gat að líta nýjar áherslur í hönnun undir greinilegum skandinavískum áhrifum. Volvo S40 fylgdi fjölbreytt úrval véla, fjögurra strokka og einnig, í fyrsta skipti, fimm strokka bensínvéla fyrir millistóra Volvo-bíla. Fjögurra strokka dísilvél var einnig í boði. Volvo S40 var að auki hægt að fá með aldrifi. Yfirbygging Volvo S40 bauð upp á 68% meiri stífni en yfirbygging eldri gerða. Ekki vantaði heldur öryggisbúnaðinn, þar á meðal nýja einkaleyfisvarða hönnun framhluta með mörgum krumpusvæðum.

Tæknilýsing
Gerð: S40 GENERATION 2
Útfærslur: AWD
Framleiðsla: 2003–2012
Fjöldi framleiddra bíla: endanleg tala liggur ekki fyrir
Yfirbygging: fjögurra dyra sedan
Vél: fjórir strokkar í línu með tveimur yfirliggjandi kambásum, 1596 cc eða 1798 cc. fimm strokkar í línu með tveimur yfirliggjandi kambásum, 2435 eða 2521 cc, eða fjögurra strokka 1998 cc dísilvél með tveimur forþjöppum
Gírskipting: fimm eða sex gíra beinskipting, fimm gíra sjálfskipting
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum
Mál: heildarlengd 447 cm, hjólhaf 264 cm