Mynd sem sýnir Volvo S70.

Volvo S70. Mýkri stíll að utan en viðheldur um leið sterkri sjálfsmynd Volvo.

Þegar líða tók að lokum ársins 1996 var nýr Volvo kynntur, Volvo S70.

Volvo S70 var hannaður út frá hinum vinsælu 850-gerðum, sem höfðu verið í sölu frá árinu 1991.

Mýkri útlínur einkenndu ytra byrði S70 samanborið við fyrirrennarana, en þó bar hann augljós einkenni Volvo-fjölskyldunnar. Að innan var mælaborðið nýtt eins og nánast allt annað í innanrýminu. Fjölmargar endurbætur voru auk þess gerðar á öryggisbúnaðinum.

Volvo S70 var í framleiðslu til ársins 2000.

Tæknilýsing
Gerð: S70
Útfærslur: AWD, Classic R
Framleiðsla: 1996–2000
Fjöldi framleiddra bíla: 243.078
Yfirbygging: fjögurra dyra sedan
Vél: fimm strokka með tveimur yfirliggjandi kambásum, 1984 cc til 2435 cc eða fimm strokka 2461 cc dísilvél með yfirliggjandi kambás og forþjöppu Gírskipting: fimm gíra beinskipting eða fjögurra gíra sjálfskipting, FWD eða AWD.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum
Mál: heildarlengd 467 cm, hjólhaf 267 cm