Mynd sem sýnir Volvo P1900

Volvo Sport P1900. Upphaflega ætlað til útflutnings en aðallega selt á sænskum markaði.

Þegar Volvo kynnti til sögunnar tvegga sæta sportbíl með blæju og glertrefjastyrktri plastyfirbyggingu árið 1954 varð uppi fótur og fit.

Framleiðsla bílsins hófst þó ekki fyrr en árið 1956 og henni var hætt strax árið 1957, eftir þónokkra áfallasögu. Þegar þar var komið sögu höfðu 67 (eða jafnvel 68) bílar verið framleiddir.

Upprunalega var þessi bíll eingöngu hugsaður til útflutnings. Blæjubílar voru ekki taldir henta sænskri veðráttu. Þrátt fyrir þetta voru flestir þessara bíla seldir til sænskra kaupenda.

Bíllinn var í grunninn úr hefðbundnum íhlutum, aðallega frá PV444, en ávöl yfirbyggingin var sérsmíðuð. Vélin var breytt útgáfa fjögurra strokka, 1,4 lítra vélarinnar úr PV444. Þessi útgáfa vélarinnar skilaði 70 hestöflum með tveimur blöndungum, nýjum kambás og meiri þjöppu.

Tæknilýsing
Gerð: VOLVO SPORT (P 1900)
Framleiðsla: 1956–1957
Fjöldi framleiddra eintaka: 67
Yfirbygging: blæjubíll, tveggja sæta
Vél: fjórir strokkar í línu; 1414 cc; 75 x 80 mm; 70 hestöfl við 5500 sn./mín.
Gírskipting: þriggja gíra beinskipting með gírstöng í gólfi
Hemlar: vökvaknúnir, skálahemlar á öllum hjólum
Mál: heildarlengd 422 cm, hjólhaf 240 cm.
Annað: 70 hestafla vélin úr þessari gerð var notuð í PV444 fyrir Bandaríkjamarkað árið 1957. Hún skilaði PV444 flottum afköstum og bíllinn var enda markaðssettur sem fjölskyldusportbíll.