Mynd sem sýnir Volvo V40 Generation 1

Volvo V40 1. kynslóð. Bjóða upp á þægindi og öryggi sambærilegt við stærri 850 gerðina.

Með V40 bauð Volvo upp á sömu þægindi og öryggisbúnað í minni bílum og ökumenn stærri gerðarinnar, 850, höfðu notið í þónokkur ár.

Fljótlega var nýjum sparneytnum og spennandi útfærslum bætt við þær tvær upprunalegu (með 1,8 og 2,0 lítra vélar); Allt frá sparneytninni útfærslu með forþjöppu til hinnar kraftmiklu T4-útfærslu (200 hestöfl) V40, sem var verðugur arftaki eldri Volvo-sportbíla á borð við PV544 Sport, P1800 og 240 Turbo.

V40 hefur hins vegar ekki aðeins orðið vinsæll á venjulegum vegum heldur hefur hann einnig reynst fyrirtaks kappakstursbíll, þar sem helst ber að nefna sigur Richards Rydell í BTCC-kappakstrinum (British Touring Car Championship) í V40 árið 1998. V40 hefur einnig náð góðum árangri í STCC-kappakstrinum (Swedish Touring Car Championship).

Árið 2000 var V40 kynntur með góðum árangri í Norður-Ameríku.

Tæknilýsing
Gerð: V40 GENERATION 1
Framleiðsla: 1995–2004
Fjöldi framleiddra bíla: 352.910
Yfirbygging: fjögurra dyra sedan
Vél: fjögurra strokka með tveimur yfirliggjandi kambásum, 1587 cc, 1948 cc og fjögurra strokka með yfirliggjandi kambás, 1870 cc dísilvél með forþjöppu
Gírskipting: fimm gíra beinskipting eða fjögurra eða fimm gíra sjálfskipting.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum
Mál: hjólhaf 256 cm