Volvo V40 1. kynslóð. Bjóða upp á þægindi og öryggi sambærilegt við stærri 850 gerðina.
Með V40 bauð Volvo upp á sömu þægindi og öryggisbúnað í minni bílum og ökumenn stærri gerðarinnar, 850, höfðu notið í þónokkur ár.
Fljótlega var nýjum sparneytnum og spennandi útfærslum bætt við þær tvær upprunalegu (með 1,8 og 2,0 lítra vélar); Allt frá sparneytninni útfærslu með forþjöppu til hinnar kraftmiklu T4-útfærslu (200 hestöfl) V40, sem var verðugur arftaki eldri Volvo-sportbíla á borð við PV544 Sport, P1800 og 240 Turbo.
V40 hefur hins vegar ekki aðeins orðið vinsæll á venjulegum vegum heldur hefur hann einnig reynst fyrirtaks kappakstursbíll, þar sem helst ber að nefna sigur Richards Rydell í BTCC-kappakstrinum (British Touring Car Championship) í V40 árið 1998. V40 hefur einnig náð góðum árangri í STCC-kappakstrinum (Swedish Touring Car Championship).
Árið 2000 var V40 kynntur með góðum árangri í Norður-Ameríku.
Tæknilýsing
Gerð: V40 GENERATION 1
Framleiðsla: 1995–2004
Fjöldi framleiddra bíla: 352.910
Yfirbygging: fjögurra dyra sedan
Vél: fjögurra strokka með tveimur yfirliggjandi kambásum, 1587 cc, 1948 cc og fjögurra strokka með yfirliggjandi kambás, 1870 cc dísilvél með forþjöppu
Gírskipting: fimm gíra beinskipting eða fjögurra eða fimm gíra sjálfskipting.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum
Mál: hjólhaf 256 cm
Volvo Cars á sér langa sögu um að setja örugga fjölskyldubíla í forgang. Þegar við horfum til framtíðar höfum við einnig sett okkur metnaðarfull markmið um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Taktu þátt í þessari vegferð og uppgötvaðu úrval okkar af rafbílum, tengiltvinnbílum og fjölskyldubílum hér að neðan.
Kynntu þér rafbílana okkar
Skoða rafbílaKynntu þér tengiltvinnbílana okkar
Skoða tengiltvinn rafbílaKynntu þér fjölskyldubílana okkar
Skoða fjölskyldubíla