Mynd sem sýnir Volvo V70/V70XC Classic.

Sígildur Volvo V70/V70XC. Algjörlega endurhannað mælaborð og meiriháttar uppfærslur að innan.

Síðla árs 1996 kynnti Volvo nýjan skutbíl til sögunnar, V70.

Volvo V70 var hannaður út frá hinum vinsæla 850-skutbíl, sem hafði verið í sölu frá árinu 1993.

Mýkri útlínur einkenndu ytra byrði V70 samanborið við fyrirrennarana, en þó bar hann augljós einkenni Volvo-fjölskyldunnar, þar á meðal nánast lóðréttan afturhlera. Að innan var mælaborðið nýtt eins og nánast allt annað í innanrýminu. Fjölmargar mikilvægar endurbætur voru auk þess gerðar á öryggisbúnaðinum.

Áhugaverð og vel heppnuð viðbót við V70-línuna voru XC 70-gerðirnar með aldrifi.

Volvo V70 var framleiddur fram til ársins 2000, en þá tók önnur kynslóð V70 við keflinu.

Tæknilýsing
Gerð: V70 / V70 XC -00
Útfærslur: XC, AWD, Classic
Framleitt: V70: frá 50. viku 1996 til 19. viku 2000; V70 XC: frá 35. viku 1997 til 19. viku 2000
Fjöldi framleiddra bíla: V70: 319.832 XC: 53.857
Yfirbygging: fimm dyra skutbíll
Vél: fimm strokka með tveimur yfirliggjandi kambásum, 1984 eða 2435 cc eða 2435 eða 2401 cc dísilvél með tveimur forþjöppum.
Gírskipting: fimm gíra beinskipting, fjögurra gíra sjálfskipting.
Hemlar: vökvaknúnir, diskahemlar á öllum hjólum
Mál: hjólhaf 276 cm