Helsti búnaður

Kynntu þér hvernig tengigeta, þægindi og öryggisbúnaður gera XC90 tengiltvinnbílinn einstakan í sinni röð.

Innbyggt Google

Google Maps að fullu samþætt við Volvo XC90 tengiltvinn rafbíl.

Besta leiðsögn í flokki sambærilegra bíla

Með Google Maps sem er innbyggt í XC90 tengiltvinn rafbílinn færðu rauntímaupplýsingar um umferð og sjálfvirkar breytingar á leiðsögn sem gera þér kleift að ná áreynslulaust á áfangastað.

Handfrjáls raddstýring með Google Assistant í Volvo XC90 tengiltvinn rafbíl.

Google hjálpari

Talaðu við Google í XC90 tengiltvinn rafbílnum þínum og notaðu hendurnar í aksturinn. Þú getur fengið leiðarlýsingu, notið afþreyingar og verið í sambandi við vini, fjölskyldu og vinnufélaga – þú segir einfaldlega „Ok Google“ til að hefjast handa.

Bílaforrit sem eru í boði í gegnum Google Play í Volvo XC90 tengiltvinn rafbíl.

Google Play

Vertu í tengslum við þitt stafræna líf. Google Play í XC90 tengiltvinn rafbílnum þínum gerir þér kleift að njóta forrita og þjónustu sem gera hverja ferð skemmtilegri og þægilegri.

Google þjónustan er virkjuð með stafræna pakkanum, sem er innifalinn til fjögurra ára. Að þessum tíma loknum gilda nýir skilmálar og gjöld ef þú kýst að endurnýja. 

Öll gögn innifalin

Innifalið er ótakmarkað gagnamagn og stafræni þjónustupakkinn okkar er þægileg leið til að samræma líf þitt, XC90 tengiltvinn rafbílinn þinn og stafræna lífið.

Innbyggt Google

Þú færð uppáhaldsforritin þín, eins og Google Assistant, Google Map og fleira á Google Play, beint í bílinn til að tryggja þér góða, einstaklingsmiðaða og óaðfinnanlega akstursupplifun.

Volvo Cars appið

Fínstilltu þægindin og fáðu meira út úr Volvo-bílnum þínum. Stafræni þjónustupakkinn okkar býður m.a. upp á fjarþjónustu í gegnum Volvo Cars appið.

Stafrænn þjónustupakki

Stafræni pakki Volvo sér til þess að bæði þú og bílinn séuð alltaf tengd.

XC90 tengiltvinn rafbílnum fylgir fjögurra ára áskrift að stafrænum þjónustupakka. Ef þú kýst að endurnýja að þessum tíma loknum þá gilda nýir skilmálar og gjöld.

Þægindi og tækni

Háþróaða loftræstikerfið í Volvo XC90 tengiltvinn rafbíl hjálpar þér og farþegum þínum að njóta betri og heilbrigðari loftgæða.

Hreinna loft í farþegarýminu

Háþróað lofthreinsitækið í glænýju loftgæðakerfi okkar síar burt allt að 95% allra skaðlegra agna sem berast inn í farþegarýmið. Þú og farþegar þínir getið notið betri og heilsusamlegri loftgæða, óháð skilyrðum utandyra. Jafnvel er hægt að vakta svifryks\- og frjókornastöðuna fyrir utan bílinn.

Hjálparhönd

Háþróuð aksturaðstoðartækni okkar býður upp á afslappaðri akstur. Hún getur aðstoðað þig við að halda öruggri fjarlægð frá ökutæki fyrir framan með því að stilla hraða bílsins um leið og hún heldur honum á miðri akreininni með smávægilegum sjálfvirkum leiðréttingum á akstursstefnu. Tæknin gagnast einnig í þungri og hægri umferð þar sem oft þarf að stoppa og getur auk þess látið þig vita ef umferðin fer af stað aftur án þess að þú takir eftir því.

Tæknileg smámynd af loftfjöðrun og dempurum á Volvo XC90 tengiltvinn rafbíl.

Kraftmikill og fágaður akstur

Farðu hverja ferð með aukinni tilfinningu fyrir stjórn og þægindum. Virkur undirvagn XC90 með loftpúðafjöðrun á öllum hjólum býður upp á sjálfstillandi stöðu og stöðuga hæðarstillingu til að tryggja mjúkan akstur. Loftpúðafjöðrunin stillir aksturshæð eftir hraða til að auka stöðugleika. Auk þess fylgist rafstýrt fjöðrunarkerfið stöðugt með og lagar sig að akstursaðstæðum til að tryggja hámarksþægindi og kraftmikla akstursupplifun.

Innanrými Volvo, sjónlínuskjár varpar upplýsingum um aksturshraða og leiðsögn á framrúðuna.

Haltu einbeitingu

Sjónlínuskjár gerir þér kleift að fylgjast með hraðanum, fara eftir nákvæmri leiðsögn, svara símtölum og fleira. Allt þetta án þess að líta af veginum. Birtustig sjónlínuskjásins lagar sig sjálfkrafa að birtuskilyrðum og þú getur stillt kerfið að þínum eigin óskum.

Öryggisaðstoð

Minna álag í mikilli umferð

BLIS\-kerfið okkar fyrir blindsvæði aðstoðar þegar skipt er á milli akreina. Ef hætta er á árekstri við önnur ökutæki á aðliggjandi akrein getur BLIS\-kerfið gripið mjúklega í stýrið og aðstoðað þig við að halda bílnum og farþegunum öruggum á sínum stað.

Greinir og leiðréttir skrið

Ef bílinn byrjar að reka yfir miðlínuna skapast hætta á árekstri við bíl sem kemur á móti. Bíllinn getur greint þetta og leiðrétt og komið þér aftur á réttan kjöl á veginum.\*

Komið í veg fyrir árekstra

Hugvitssamleg öryggisaðstoð gerir þér kleift að greina og forðast ákeyrslu á önnur ökutæki, gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og stór dýr. Þessu er náð með því að vara fyrst ökumanninn við og beita því næst hemlum ef ökumaðurinn bregst ekki við.\*\*

360° útsýni yfir bílastæði með skiptum skjá

Smeygðu þér inn og út úr þröngum stæðum með hjálp 360° myndavélaryfirlits XC90 með skiptum skjá. Þessi þægilegi eiginleiki inniheldur myndavélar að framan, aftan og á hliðum sem geta gefið háskerpu loftmynd á miðjuskjánum. Grafík á skjánum sýnir fyrirhugaða leið bílsins til að hjálpa þér að beygja á sinn stað. Með skiptum skjá geturðu fengið nærri 180° yfirlit að framan eða aftan á sama tíma svo þú sérð auðveldlega hvað er framundan eða fyrir aftan þig. Ertu að festa tengivagn? Virkjaðu aðdráttaraðgerðina á 180° skjánum til að skoða nánar.

Bakkað af öryggi

Umferðarskynjari með sjálfvirkri hemlun aðstoðar ökumanninn þegar bakkað er við takmarkað útsýni. Kerfið getur greint ökutæki sem nálgast bílinn frá hliðum og beitt sjálfvirkri hemlun ef með þarf.

Aðstoð þvert á aðkomandi umferð

Öryggisaðstoðartæknin okkar getur aðstoðað þegar beygja þarf þvert á aðkomandi umferð með sjálfvirkri hemlun ef hætta er á árekstri.

* Akstursaðstoðarkerfi koma ekki í stað athygli og dómgreindar ökumanns. Stýrisaðstoð er virk þegar ökutækið er á milli 60 og 140 km/klst.
** Ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk sem stefnir í sömu átt og bíllinn greinast á vissum hraða og við vissar aðstæður. Skynjarakerfi krefjast þess að hlutir séu upplýstir og að fram- og afturljós bílsins séu kveikt eftir að dimma tekur. Ökumaðurinn ber ábyrgð á öryggi við akstur öllum stundum.
*** Stuðningsaðgerðir koma ekki í staðinn fyrir athygli og dómgreind ökumanns. Virkni umferðarskynjara kann að vera takmörkuð við vissar aðstæður. Hemlaaðstoð er aðeins virk á hægum hraða.

Settu saman XC90 tengiltvinn rafbílinn þinn

Settu saman XC90 tengiltvinn rafbílinn þinn og sjáðu sérsniðið verð.

Setja saman
Bókaðu reynsluakstur

Bókaðu reynsluakstur

Bókaðu reynsluakstur

Finndu hvernig XC90 tengiltvinn rafbíllinn keyrir áfram.

Bókaðu reynsluakstur
Fá tilboð

Fá tilboð

Fá tilboð

Sjáðu kostnaðinn við XC90 tengiltvinn rafbílinn þinn.

Fá tilboð

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða í boði með öllum útfærslu- eða aflrásavalkostum.

Google, Google Play og Google Map eru vörumerki Google LLC.