Volvo Selekt

Approved Used Cars

Ertu að leita að næsta bíl? Volvo Selekt bílar eru vandlega yfirfarnir og viðurkenndir notaðir bílar og með nýjustu hugbúnaðaruppfærslur. Volvo Selekt eru notaðir Volvo bílar sem eru gæðavottaðir af Volvo.

Við veljum bestu mögulegu Volvo bílana í Volvo Selekt. Þeir eru yngri en 5 ára og eknir minna en 80.000 km.

Við yfirförum þá og gerum enn betri með nýjustu hugbúnaðaruppfærslum. Selekt bíll er seldur með lengri ábyrgð óháð akstri og 14 daga skilarétti skv. nánari skilmálum.

Skoða úrval í Vefsýningarsal

Komdu, reynsluaktu og upplifðu Volvo Selekt

Kostir Volvo Selekt Approved Used Cars.

12 mánaða ábyrgð

Einungis viðurkenndir söluaðilar Volvo geta boðið upp á Volvo Selekt ábyrgð – ein umfangsmesta ábyrgðin sem í boði er, hún nær yfir bæði vélar og rafmagns varahluti. Ábyrgðin er viðbótarábyrgð við ábyrgðina sem enn er í gildi á bílnum og gildir óháð kílómetrafjölda fyrir bíla sem eru yngri en 5 ára gamlir.

14 daga skilaréttur

Ef þú ert ekki alveg sáttur, þá getur þú skipt ökutækinu þínu út fyrir svipaðan bíl á sama verði.