Article version 2024.115.0

Friðhelgistilkynning fyrir Volvo Cars smáforrit

Gildir frá:

Útgefið þann:

Þetta skjal lýsir hvernig Volvo Cars (eins og skilgreint að neðan), og stundum aðrar einingar, framkvæma vinnslu á persónuupplýsingum þínum þegar þú notar Volvo Cars farsímaforritið (hér eftir „Volvo Cars smáforrit“), sem heldur þér tengdum/-ri við Volvo ökutækið þitt.

Volvo Cars smáforritið hefur nokkra eiginleika, sem hafa í för með sér mismunandi tegundir vinnslu á persónuupplýsingum, eins og við útskýrum hér að neðan. Eftir markaði þínum og tegund áskriftar sem þú ert með er hægt að draga þessa virkni saman á eftirfarandi hátt:

  • Volvo Cars þjónustan – þetta innifelur þættina sem minnst var á í hlutum 2.1 (Þegar þú notar Volvo Cars smáforritið), 2.2 (Þín áskrift), 2.3 (Volvo Cars fjarþjónusta ökutækja), 2.4 (Akstursdagbók), 2.5 (Stafrænn lykill), 2.6 (Almenn hleðsluþjónusta), 2.7 (Þegar þú hefur samband við okkur), 2.8 (Markaðsefni og kannanir), 2.9 (Greiningar smáforrits), 2.10 (Rannsóknir og þróun) hér að neðan.

Að neðan finnur þú:

1. Hver er ábyrgur fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna

Einingin sem ber ábyrgð á meginvinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þína áskrift, Volvo Cars fjarþjónustu ökutækja, akstursdagbók, stafrænan lykil, þegar þú hefur samband við okkur, markaðsefni, almenna hleðsluþjónustu, greiningar smáforrits auk rannsókna og þróunar, er Volvo Car Corporation, með skráða skrifstofu á Assar Gabrielssons Väg, SE-405 31, Gautaborg, Svíþjóð, skráningarnúmer fyrirtækis 556074-3089, hér eftir vísað til sem „Volvo Cars“.

2. Persónuupplýsingar sem safnað er, af hvaða ástæðu og í hvað langan tíma

Eins og áður hefur verið minnst á kemur Volvo Cars smáforritið með nokkrum mismunandi eiginleikum eftir gerð bifreiðar þinnar og markaði þínum – sumt af virkninni sem lýst er hér að neðan gæti ekki átt við um þig.

2.1 Þegar þú notar Volvo Cars smáforritið

Þegar þú notar Volvo Cars smáforritið söfnum við sjálfkrafa upplýsingum um notkun þína á Volvo Cars smáforritinu til að hafa eftirlit með virkni þess og hefja aðgerðir fyrir úrræðaleit þegar þess þarf. Til að gera þetta notum við upplýsingar eins og tækjaupplýsingar (t.d. framleiðandi tækis, auðkenn uppsetningar smáforrits), almennar ökutækisupplýsingar (t.d. gerð ökutækis og tegund, árgerð, land notanda) og notkunargögn (t.d. smellir, skoðun og hugsanleg vandamál eða villur). Þessi vinnsla er nauðsynleg fyrir lögmæta hagsmuni okkar við að veita þér Volvo Cars smáforrit sem er öruggt og virkar. Upplýsingarnar sem notaðar eru í þessum tilgangi eru geymdar í 30 daga frá því þeim er safnað.

2.2 Réttindi þín

Ef þú ert með áskrift að Volvo Cars fjarþjónustu ökutækja eða annarri Volvo tengdri þjónustu færð þú tækifærið til að endurnýja þessa þjónustu í Volvo Cars smáforritinu. Þegar þú skráir þig fyrir eða framlengir fyrirliggjandi áskrift og til að við getum stjórnað áskrift þinni, framkvæmum við vinnslu á auðkennum þínum (eins og fornafni og eftirnafni, símanúmeri, netfangi, VIN) og kaupstöðu þinni og sögu. Tilgangurinn með úrvinnslu okkar er að stýra og hafa eftirlit með kaupum þínum (frá kaupum til afhendingar), þar á meðal öll nauðsynleg samskipti við yfirvöld vegna opinberra tilkynninga, meðhöndlun beiðnar þinnar um tengda þjónustu, eftirfylgni við afhendingu og til að miðla uppfærslum á tengdri þjónustu sem þú hefur keypt. Við notum þriðja aðila greiðsluþjónustu til að framkvæma vinnslu á greiðslum þínum, og það er aðskilin vinnsla þeirra á persónuupplýsingum þínum. Þú getur lesið meira um venjur greiðsluvinnsluaðila okkar varðandi friðhelgi í hluta 3 hér að neðan.

Lagagrundvöllurinn fyrir vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum í tengslum við áskriftir er að þessi vinnsla sé nauðsynleg fyrir efndir á samningi okkar við þig.

Við munum varðveita persónuupplýsingar þínar í nítíu (90) daga eftir að síðasta áskrift þín rennur út til að gera mögulegt að halda þjónustunni áfram ef þú velur að gerast aftur áskrifandi eða til að þú getir nálgast reikninga eða kvittanir. Auk þess munum við geyma upplýsingarnar sem tengjast kaupum þínum í tíu (10) ár til að hlíta löggjöf um bókhald og reikningsskil – þetta er lagaleg skuldbinding.

2.3 Volvo Cars fjarþjónusta ökutækja

Við söfnum auðkennum (eins og fornafni þínu, eftirnafni, símanúmeri, Volvo auðkenni (netfangi), verksmiðjunúmeri ökutækis – „VIN", einkvæmu tækjaauðkenni og tákni vöktunartilkynningar) og kaupsögu (eignarhaldstími, öll þjónusta sem þú ert áskrifandi að, gerð og árgerð ökutækisins og samsvarandi ökutækjaupplýsingar).

Við notum þessar upplýsingar til að veita þér Volvo Cars fjarþjónustu ökutækja, eins og getuna til þess að fjarstýra ökutæki þínu (t.d. fyrirfram loftræstingu, aflæsa/læsa hurðum, fjarræsa/stöðva vélina, birta útihitastig, móttaka þjófavarnartilkynningar), skoða stöðu ökutækisins (t.d. eldsneytismagn, magn rúðuþvottavökva, magn hemlavökva, stöðu hurðalæsinga, hjólbarðaþrýsting eða viðhaldsviðvaranir, stöðu rafhlöðu eða aðra stöðuvísa ökutækis).

Við notum þessar upplýsingar einnig til að senda vöktunartilkynningar í Volvo Cars smáforritinu varðandi komandi viðhald og þjónustuáminningar fyrir ökutækið þitt. Fyrir hybrid-bifreiðar og bifreiðar rafvæddar að fullu geymum við hleðslustaðsetningu til að hægt sé að áætla hleðslu á hentugan hátt. Við söfnum staðsetningarupplýsingum ökutækisins auk, ef þú leyfir það, staðsetningu farsíma þíns, til að þú getir notað kortavirknina í Volvo Cars smáforritinu, og sýna þér staðsetningu þína miðað við þinn Volvo á kortinu.

Hvar sem þú ert ekki spurð(ur) sérstaklega hvort þú samþykkir að einhver gagnavinnsla eigi sér stað þá er ástæðan fyrir því að við framkvæmum vinnslu á þessum gögnum efndir samningsins við þig.

Ef þú veitir okkur, í gegnum fartækjastillinga þínar, aðgang að staðsetningargögnum þínum, almanökum og tengiliðum, munum við framkvæma úrvinnslu á þessum gögnum til að veita þér auðvelda leið til að senda staðsetningu áhugaverðs staðar úr síma þínum til bifreiðarinnar á grundvelli tengiliðalista þíns, almanaksviðburða eða leitarniðurstaðna. Lagagrundvöllurinn fyrir þessari vinnslu er samþykki þitt.

Þegar áskrift þinni að Volvo Cars lýkur, verður upplýsingunum sem tengjast þessari þjónustu, þar á meðal persónuupplýsingum þínum, eytt eftir nítíu (90) daga. Athugaðu að Volvo Cars áskriftin fylgir bifreiðinni og ef það verða eigandaskipti er það því á þína ábyrgð að aftengja bifreiðina frá Volvo Cars smáforritinu og láta eyða gögnum þínum. Þetta á einnig við um skráðan aðalökumann í tilfelli leigðrar bifreiðar. Farðu á þennan tengil til að fá leiðbeiningar.

2.4 Akstursdagbók

Akstursdagbókin skráir sjálfkrafa allar ferðir þínar. Þetta getur verið gagnlegt ef þú vilt til dæmis stjórna kostnaði vegna akstursgjalda. Þú þarft að virkja akstursdagbókina, annars er upplýsingunum ekki safnað.

Ef þú virkjar akstursdagbókina söfnum við auðkennum þínum eins og fornafni og eftirnafni, símanúmeri og netfangi, VIN-númeri ökutækisins og staðsetningu þess auk annarra ferðatengdra upplýsinga eins og leiðum þínum, tíma, vegalengd, eldsneytis- og/eða rafmagnsnotkun og akstursgjöldum. Safnað er upplýsingum um upphafs- og endastaðsetningu eingöngu eða alla leiðina eftir því af hvaða gerð ökutækið er.

Við framkvæmum úrvinnslu á þessum gögnum á grundvelli samþykkis þíns.

Sem regla er akstursdagbókin geymd í allt að 400 daga eftir gerð bifreiðar.

Þú getur gert akstursdagbókina óvirka hvenær sem er, og með því verður söfnun gagnanna hætt. Þetta virkjar hinsvegar ekki eyðingu á áður söfnuðum upplýsingum.

2.5 Stafrænn lykill

Stafrænn lykill getur að fullu komið í stað hefðbundins bíllykils og gerir kleift að læsa, aflæsa eða ræsa ökutækið á þægilegan hátt með snjallsíma eða snjallúri. Auk þess er einnig mögulegt að deila lyklinum með viðbótarnotendum með ýmsum stafrænum leiðum.

Stafrænir lyklar krefjast aðeins nettengingar meðan upphafleg einsskiptis uppsetning stendur yfir, til að deila lyklum eða afturkalla lykla. Þegar uppsetningu er lokið virkar lykillinn með Bluetooth, nærsviðssamskiptum (Near Field Communication, NFC), og breiðsviðstækni (Ultra-Wideband Technology, UWB). Meðan uppsetning stendur yfir er lyklinum bætt við veskisforritið í snjallsíma þínum. Úr veskisforritinu getur þú deilt lyklinum með skilaboðaforritum, pósti eða með Airdrop®. Þú getur einnig auðveldlega afturkallað lykla sem þú hefur deilt, annað hvort í gegnum veskisforritið, eða í infotainment kerfi ökutækisins.

Framkvæmd er vinnsla á eftirfarandi gögnum þegar stafrænn lykill er notaður:

  • Verksmiðjunúmer ökutækis (VIN)
  • Upplýsingar ökutækis
  • Staða ökutækis
  • Volvo auðkenni
  • Vinsamlegt nafn

Lagagrundvöllurinn fyrir vinnslu okkar á ofangreindum gögnum er að uppfylla samninginn.

Við geymum gögn þín eins lengi og þú ert með gildan samning.

Við munum varðveita gögn þín í tengslum við þjónustuna í allt að þrjú (3) ár frá því þjónustan var notuð síðast, nema það komi upp ágreiningur – í því tilfelli geymum við nauðsynleg gögn eins lengi og þarf til að verja réttindi okkar. Að auki safnvistum við bókunarupplýsingar undir dulnefni í kerfisskrám í fimm (5) ár af tölfræðilegum ástæðum.

Auk þess eru lagðar á herðar samstarfsaðila Volvo þjónustu sem veitir þjónustuna ýmsar skuldbindingar varðandi varðveislu og skjöl og honum gæti einnig verið skylt samkvæmt lögum að veita persónuupplýsingar til yfirvalda. Þessar upplýsingar má finna í persónuverndarstefnu þjónustuaðilans.

2.6 Almenn hleðsluþjónusta

Volvo Cars smáforritið er samþætt við Digital Charging Solutions (DCS) til að gera það auðveldara fyrir ökumenn að hlaða rafbíla sína. Þegar þú notar þessa þjónustu framkvæmum við vinnslu á eftirfarandi persónuupplýsingum til að uppfylla samninginn sem þú hefur undirritað:

  • Samskiptaupplýsingar
  • Volvo auðkenni
  • Upplýsingar ökutækis
  • Auðkenni DCS hleðslukorts
  • Staðsetningargögn ökutækis - til að hjálpa þér að finna hleðslustöðvar nálægt þér
  • Fjárhagslegar upplýsingar

Til að setja fram lotuupplýsingar og í reikningagerð fyrir almenna hleðsluþjónustu framkvæmum við vinnslu á viðbótarupplýsingunum fengnum frá DCS:

  • Auðkenni hleðslulotu
  • Byrjunartími hleðslulotu
  • Tímalengd hleðslulotu
  • Verð hleðslulotu
  • Orkuviðbót við hleðslulotu
  • Tegund tengils hleðslustöðvar
  • Rekstraraðili hleðslustaðar

Digital Charging Solutions (DCS) GmbH, fyrirtæki skráð í Þýskalandi, með skráða skrifstofu á Rosenstraße 18-19, 10178 Berlín, Þýskalandi með skráningarnúmer fyrirtækis 211155 B, er í hlutverki aðskilins ábyrgðaraðila við að veita þér hleðsluþjónustuna.

Gögnin í tengslum við almenna hleðsluþjónustu verða varðveitt svo lengi sem þú ert notandi Volvo Cars smáforrits og í viðbótartíma sem nemur einu (1) ári.

2.7 Þegar þú hefur samband við okkur

Þegar þú notar valkostina til að hafa samband í Volvo Cars smáforritinu, munum við framkvæma vinnslu á persónulegum auðkennum þínum er varða rásina sem þú notar (eins og fornafn og eftirnafn, símanúmer/netfang, VIN, einkvæmt auðkenni tækis og tákn fyrir vöktunartilkynningar) auk allra gagna sem þú veitir í tenglum við fyrirspurn þína. Við gerum þetta samkvæmt lögmætum hagsmunum við að sjá um umsýslu beiðnar þinnar.

Ef spurning þín varðar almenna hleðsluþjónustu knúna af DCS gætum við auk þess framkvæmt vinnslu á persónuupplýsingunum sem minnst er á í hluta 2.6 að ofan.

Gögnin sem tengjast beiðni þinni verða varðveitt í þrjú (3) ár frá móttöku fyrirspurnarinnar.

2.8 Markaðsefni og kannanir

Í gegnum Volvo Cars smáforritið færðu markaðsefni í tengslum við Volvo Cars vörurnar, ef þú hefur samþykkt það. Síðan framkvæmum við vinnslu á auðkennum þínum (eins og fornafni og eftirnafni, símanúmeri, netfangi), lýsingu ökutækis (eins og gerð, vél, VIN), Volvo auðkenni, auðkenni tækis og áskriftarupplýsingum.

Lagagrundvöllurinn fyrir þessu er samþykki þitt. Ef þú dregur samþykki þitt tilbaka verður vinnsla gagna þinna takmörkuð við stöðvunarlista til að tryggja að þú fáir ekki markaðsefni óviljandi.

Í gegnum Volvo Cars smáforritið getur þú einnig fengið kannanir um vörur okkar og þjónustu. Við framkvæmum vinnslu á sömu gögnunum og að ofan, á grundvelli lögmæra hagsmuna okkar við að bæta þjónustu okkar. Framkvæmd er vinnsla á þessum gögnum þar til þú afskráir þig.

2.9 Greiningar smáforrits

Við mælum hvernig þú notar Volvo Cars smáforritið og tengda þjónustu til að öðlast betri skilning á notendahegðun, til að bæta nothæfi og áreiðanleika og draga úr bilunum Volvo Cars smáforritsins, auk þess til að fá innsýn inn í hvernig þjónusta okkar er notuð til að geta stöðugt endurbætt hana.

Þetta er gert með því að framkvæma úrvinnslu á notendaauðkennum (eins og vefkökuauðkenni, IP-tölu, tækisupplýsingum, Volvo auðkenni, landinu þaðan sem aðgangur þinn að Volvo Cars smáforritinu er, stýrikerfi þínu), verksmiðjunúmeri ökutækis (VIN), tengistöðu ökutækis og notkunargögnum (eins og smellum í smáforritum, eiginlekum sem notaðir eru, síðum sem skoðaðar eru og hugsanlegum vandamálum eða villum).

Til að gera þetta treystum við á þjónustuveitendur sem veita okkur innsýn inn í það hvernig þú notar Volvo Cars smáforritið. Sjá hluta 3 að neðan varðandi upplýsingar um deilingu og birtingu persónuupplýsinga.

Lagagrundvöllurinn fyrir þessari gagnavinnslu er samþykki þitt. Þú getur dregið samþykki þitt tilbaka hvenær sem er með því að breyta kjörstillingunum í prófílnum þínum í Volvo Cars smáforritinu, í hlutanum „Persónuverndarstillingar“.

Þessi gögn verða, sem meginregla, geymd í fjórtán (14) mánuði frá því þeim er safnað. Í sumum tilfellum eru tilviksauðkenni smáforrits geymd allan líftíma Volvo Cars smáforritsins á tæki þínu.

2.10 Rannsóknir og þróun

Í tilgangi rannsókna og þróunar til að öðlast betri skilning á hvernig bæta megi vörur okkar og þjónustu og hvaða nýjar vörur skuli þróa, notum við gagnadrifna nálgun og notfærum okkur gögn um ökutæki (eins og VIN), vöru (eins og notkun Volvo Cars smáforrits), viðskiptavin (eins og Volvo auðkenni) og sölugögn (eins og smásöluaðili í sölu eða þjónustu) til að upplýsa um stefnu í þróun vara okkar og þjónustu. Úrvinnslan nær yfir breytt svið greininga, spálíkana og rannsókna framkvæmdar af greinendum og gagnafræðingum okkar.

Lagagrundvöllurinn fyrir þessari vinnslu eru lögmætir hagsmunir okkar. Hvar sem þess er kostur takmörkum við greiningar við gögn sem eru nafnlaus eða með dulnefnum. Vinnslan felur ekki í sér neina sjálfvirka ákvarðanatöku varðandi þig.

Við varðveitum þessi gögn í tíu (10) ár.

3. Deiling persónuupplýsinga þinna

Við deilum gögnum okkar með ýmsum stofnunum/fyrirtækjum til að starfrækja fyrirtæki okkar, viðhalda tengslum við þig og til að veita þér vörur og þjónustu. Við lýsum þessum kringumstæðum hér að neðan.

Þar sem við vísum til þessara stofnana/fyrirtækja sem „veitendur“, „vinnsluaðilar“ eða „undirvinnsluaðilar“, er hver af þessum stofnunum/fyrirtækjum bundin samningi hvað varðar möguleika þeirra til að nota persónuupplýsingar þínar í öðrum tilgangi en að veita okkur þjónustu, eða fyrir hönd okkar, eins og við mælum fyrir um. Í hverju tilviki deilum við aðeins persónuupplýsingum sem við teljum nauðsynlegar til að ná viðkomandi tilgangi.

Vinnsluaðilar

Flokkar okkar fyrir vinnsluaðila sem styðja afhendingu Volvo Cars smáforritsins eru:

  • Skýjatengingarþjónustuveitandi
  • Gagnahýsing
  • Vöktunartilkynningar
  • Dreifing tölvupósts
  • Meðhöndlun spjallvirkni og viðskiptavinaþjónustu
  • Greiningar með innsýn og tölfræði
  • Reikningaþjónusta fyrir áskriftir

Í sumum þessara tilfella felur notkun vinnsluaðila í sér takmarkaðan flutning á persónuupplýsingum utan Evrópusambandsins. Við höfum gert varúðarráðstafanir til að takmarka slíka flutninga við það sem er að lágmarki nauðsynlegt, og innifelum aðeins gögn sem auðkenna þig ekki beint og valda því lítilli áhættu í tilfellu óheimillar birtingar.

Deiling með öðrum aðilum innan Volvo Car Group

Gögnum sem minnst er á í hluta 2.2 er deilt með innlendu sölufyrirtæki okkar í landinu þar sem gögnin eiga uppruna sinn, í eftirfarandi tilgangi:

  • Frammistaða smásöluaðila metin
  • Viðskiptavinaþjónusta
  • Uppskipting markaðar
  • Mat á framlengingu áskrifta og endurvirkjun

Deiling með öðrum þriðju aðilum (aðskildir ábyrgðaraðilar)

Við framkvæmum úrvinnslu á greiðslum í gegnum þriðju aðila sem safna greiðslugögnum beint frá þér og deila þeim ekki með okkur:

4. Réttindi þín og stýringar

Þú hefur þú ákveðin lagaleg réttindi varðandi vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig. Réttindin geta verið mismunandi eftir því í hvaða lögsagnarumdæmi þú ert og eðli vinnslunnar. Almennt lúta réttindi þín að möguleikanum á að:

  • draga samþykki þitt tilbaka
  • andmæla vinnslu okkar á gögnum þínum
  • biðja um afrit af gögnunum sem við geymum um þig (svokallaður réttur skráðs aðila til aðgengis)
  • biðja um að gögnin séu flutt til annarrar einingar (svokallaður flytjanleiki gagna)
  • biðja um að gögnin séu leiðrétt eða takmörkuð
  • biðja um að gögnunum sé eytt (svokallaður réttur til gleymsku)

Eins og minnst hefur verið á eru þessi réttindi ekki alger og í sumum tilvikum takmarka persónuverndarlög notkun þeirra. Ef það er tilfellið fyrir beiðni sem þú sendir okkur munum við alltaf útskýra hvers vegna við getum ekki uppfyllt beiðni þína.

Ef þú vilt senda inn réttindabeiðni getur þú gert það með því að fylla út þetta eyðublað. Við biðjum þig vinsamlegast að nota þetta eyðublað því á því koma fram upplýsingarnar sem við þurfum til að staðfesta auðkenni þitt og framkvæma vinnslu á beiðni þinni á skilvirkan hátt. Ef þú hinsvegar vilt ekki nota eyðublaðið er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur og senda inn beiðni þína með því að nota tengiliðaupplýsingarnar í næsta hluta.

Þú hefur einnig rétt á að senda inn kvörtun til persónuverndaryfirvalda á staðnum ef þú hefur áhyggjur af því hvernig við notum persónuupplýsingar þínar. Við myndum hinsvegar vera þakklát fyrir ef þú hefðir samband við okkur beint og greindir frá áhyggjuefnum þínum til að við getum fyrst reynt að leysa úr þeim í sameiningu. Þú finnur tengiliðaupplýsingar okkar hér að neðan.

5. Samskiptaupplýsingar

Ef þú ert með einhverjar spurningar um hvernig við notum persónuupplýsingar þínar getur þú haft samband við okkur á dataprotection@volvocars.com, eða persónuverndarfulltrúa Volvo Car Corporation á eftirfarandi hátt:

Póstfang: Volvo Car Corporation, Attention: Persónuverndarfulltrúinn, dep 50099, VAK, 405 31 Gautaborg, Svíþjóð.

Netfang: globdpo@volvocars.com

6. Uppfærslur á þessari tilkynningu

Við erum stöðugt að þróa vörur okkar og þjónustu og munum þar af leiðandi endurskoða og uppfæra þessa friðhelgistilkynningu. Við hvetjum þig að skoða þessa friðhelgistilkynningu reglulega. Dagsetningin efst á þessari friðhelgistilkynningu sýnir hvenær hún var síðast uppfærð. Við munum meðhöndla persónuupplýsingar þínar á þann hátt sem samræmist friðhelgistilkynningunni sem var í gildi þegar þeim var safnað nema við höfum samþykki þitt fyrir öðru.