Góður söluárangur okkar á árinu 2021 hefur skilað sér í enn betri rekstrarafkomu.
Það er ekkert launungarmál að árið 2021 var erfitt að mörgu leyti. Heimsfaraldur sem enn virðist erfitt að vinna bug á, vandamál í alþjóðlegu aðfangakeðjunni sem rekja má til óstöðugs viðskiptaumhverfis, skortur á hálfleiðurum – það má með sanni segja að við höfum séð auðveldari ár í bílaiðnaðinum og hjá fyrirtækinu.
Þrátt fyrir þetta náðum við góðum árangri við þessar erfiðu aðstæður. Við náðum öruggri söluaukningu yfir allt árið og afhentum viðskiptavinum rétt tæplega 700.000 nýja Volvo-bíla auk þess sem við jukum markaðshlutdeildina.
Í dag tilkynnum við að við höfum einnig staðið okkur mjög vel fjárhagslega. Raunar höfum við slegið nýtt met bæði hvað varðar tekjur og arðsemi yfir allt almanaksárið.
Heildartekjur okkar námu 282 milljörðum SEK, sem er aukning úr 262,8 milljörðum árið 2020, auk þess sem við skiluðum hagnaði upp á 20,3 milljarða SEK fyrir árið 2021, en hann var 8,5 milljarðar SEK árið 2020. Framlegðin er því 7,2 prósent, sem er nálægt því markmiði okkar fyrir mitt tímabilið að ná stöðugt 8 til 10 prósenta framlegð.
„Heildartekjur okkar námu 282 milljörðum SEK, sem er aukning úr 262,8 milljörðum árið 2020, auk þess sem við skiluðum hagnaði upp á 20,3 milljarða SEK fyrir árið 2021, en hann var 8,5 milljarðar SEK árið 2020.“
„Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllu starfsfólki fyrir sína miklu og góðu vinnu og fyrir þann árangur sem við höfum náð í sameiningu,“ segir Håkan Samuelsson framkvæmdastjóri. „Með samstarfi og staðfestu höfum við náð gríðarlegum árangri á liðnum áratug. Við höfum komið Volvo Cars rækilega á kortið sem vörumerki í fararbroddi til framtíðar á öruggan, sjálfbæran og persónulegan máta, og sýnt fram á að það er hægt að vera bæði arðbær og sjálfbærari í senn.“
Auðvitað hefur svona góð rekstrarafkoma einnig jákvæð áhrif á bónuskerfi Volvo, eins og Hanna Fager, yfirmaður rekstrarsviðs, og Björn Annwall, framkvæmdastjóri fjármála, sýna í myndinni hér að ofan. Allt starfsfólk Volvo Cars fær bónus í ár og verður greiðslan 200 prósent af árlega bónusmarkmiðinu, sem er nýtt met.
Þetta er verðskulduð umbun fyrir allt starfsfólkið eftir mikla vinnu á liðnu ári.
Smelltu hér til að lesa fréttatilkynninguna