Hráefnisskortur heldur áfram að plaga bílaiðnaðinn og þar erum við engin undantekning. En hvað sem öllum vandamálum líður erum við með tilynningu um nýtt met – í tengslum við Recharge-bílana okkar!
Sölutölur Recharge-línunnar fyrir ágúst voru mettölur.
Við vorum sjálfsagt meira en tilbúin til að leggja til hliðar frasann „óvenjulegt ár“ eftir að árið 2020 hafði liðið í aldanna skaut, en hann virðist ætla að doka við ögn lengur. Fyrr á þessu ári gengu hlutirnir eins og í sögu. Við sáum aukningu í sölu og slógum met, nánast í hverjum einasta mánuði. Þennan mánuðinn hafa heildartölurnar þó ekki verið eins jákvæðar og á fyrri helmingi ársins, en þrátt fyrir það náðum við að slá met. Það tengist sölutölum fyrir Recharge-bílana.
Þeir hafa verið á góðu skriði allt þetta ár og halda því og gott betur en það: í ágúst töldu þeir 24,3 prósent allra seldra bíla þann mánuðinn. Í Evrópu náði Recharge-línan þeim ótrúlega árangri að telja 47 prósent af öllum seldum bílum, sem hæsta hlutfall sem við höfum séð hingað til. Rafbílarnir okkar reyndust sérstaklega vinsælir í Hollandi, Bretlandi og Belgíu í þessum mánuði, þar sem þessi lönd leiddu söluaukningu Recharge-bílanna í Evrópu.
Í ágúst seldum við 45.786 bíla á heimsvísu, sem er 10,6 prósenta samdráttur miðað við sama tíma á síðasta ári. Þar er þó ekki um að kenna minni áhuga þar sem við greinum enn mikla undirliggjandi eftirspurn, bæði innan bílaiðnaðarins sem og eftir bílum frá okkur.
Meginástæðan samdráttsins er hráefnisskortur: frá miðjum júlí hafa lokanir vegna Covid-19 hjá birgjum í Suðaustur-Asíu, og þá sérstaklega í Malasíu, valdið enn frekara álagi á birgðakeðjuna. Þessi hráefnisskortur hefur leitt til tímabundinnar framleiðslustöðvana í verksmiðjum okkar í Svíþjóð, Belgíu, Kína og Bandaríkjunum sem aftur hefur leitt til þess að framleiðsla hefur dregist saman.
„Undirliggjandi eftirspurn eftir bílum frá okkur er enn mikil“
Mat okkar er að erfitt verði að ná sömu framleiðslutölum á seinni helmingi ársins 2021 miðað við sama tíma 2020. Þetta mun að sjálfsögðu hafa áhrif á tekjur okkar og hagnað en spá okkar fyrir allt árið 2021 er enn óbreytt.
Af öllum þremur lykilsvæðum okkar sýndu Bandaríkin ein aukningu í síðasta mánuði. Hér höfuðu viðskiptavinir mestan áhuga á XC90, sem leiddi sölutölur þessa mánaðar, og XC60 kom þar á eftir. Þrátt fyrir mikla undirliggjandi eftirspurn og mikinn fjölda pantana var samdrátturinn í Kína í tveggja stafa tölu í ágúst, sem og í Evrópu. Meginástæða þess er, eins og áður var bent á, mikil útbreiðsla Covid-19 smita í Suðaustur-Asíu, hráefnisskortur og samdráttur í framleiðslu.
Niðurstaða þessa er sú að fyrstu átta mánuði ársins seldum við 483.426 bíla á heimsvísu, sem er 26,1 prósents aukning samanborið við sama tímabil á síðasta ári.
Sundurliðaðar sölutölur eftir svæðum má sjá hér að neðan:
+----------+----------+----------+----------+------------+------------+----------+
| |Ágúst | | |Janúar- | | |
| | | | |Ágúst | | |
+----------+----------+----------+----------+------------+------------+----------+
| | 2020 | 2021 | Breyting | 2020 | 2021 | Breyting |
+----------+----------+----------+----------+------------+------------+----------+
| Evrópa | 17.493 | 13.052 | -25,4% | 169.427 | 202.282 | 19,4% |
+----------+----------+----------+----------+------------+------------+----------+
| Kína | 15.835 | 13.112 | -17,2% | 95.986 | 122.914 | 28,1% |
+----------+----------+----------+----------+------------+------------+----------+
| Bandaríkin | 10.378 | 10.686 | 3,0% | 63.330 | 86.015 | 35,8% |
+----------+----------+----------+----------+------------+------------+----------+
| Önnur svæði | 7.533 | 8.936 | 18,6% | 54.749 | 72.215 | 31,9% |
+----------+----------+----------+----------+------------+------------+----------+
| Samtals | 51.239 | 45.786 | -10,6% | 383.492 | 483.426 | 26,1% |
+----------+----------+----------+----------+------------+------------+----------+