7. sep. 2021

Við kynnum nýjan stjórnanda samskiptadeildar

Olivia Ross-Wilson mun taka við stjórnartaumunum í deild alþjóðasamskipta í desember.

Nýr stjórnandi samskiptadeildar Volvo Cars, Olivia Ross-Wilson.

Olivia Ross-Wilson mun taka við starfi stjórnanda samskiptadeildar Volvo Cars í desember 2021.

Olivia Ross-Wilson tekur við sem stjórnandi alþjóðasamskipta hjá Volvo eftir 10 ára veru hjá öðrum sænskum risa, IKEA. Þar hóf hún störf sem stjórnandi sjálfbærnisamskiptasviðs árið 2011. Hún tók síðan við sem stjórnandi samskiptadeildar Ingka Group (stærstan sérleyfishafanna tólf sem reka IKEA-verslanirnar) árið 2016. Sem stjórnandi samskiptadeildar Ingka Group var Olivia meðlimur stjórnendateymisins og leiddi teymi 300 manns í 30 löndum. Á meðal þess hún bar ábyrgð á var langtímaáætlanagerð fyrir IKEA, sem og að leiða samskipti yfir fjölbreytt svið, þar á meðal markaðssetningu lykilvörumerkja, almannatengsl, innri samskipti, samskipti við opinberar stofnanir, innanhússframleiðslu og rekstrartengd samskipti.


„Ég hef lengi dáðst að Volvo, auk þess að vera viðskiptavinur fyrirtækisins, og er því afar spennt yfir að hefja störf þar,“ sagði Olivia. „Heimurinn þarfnast vörumerkja á borð við Volvo til að takast á við framtíðina og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum á þeirri vegferð fyrirtækisins og til að tryggja að rafvæðingaráætlunin gangi eftir.“


Áður en Olivia gekk til liðs við IKEA hafði hún unnið ýmis störf tengd almannatengslum og markaðssetningu í London frá árinu 1998 til ársins 2009, þar á meðal fyrir Marks & Spencer og hjá fyrirtækjum sem þjónustuðu vörumerki á borð við Starbucks, Delta Airlines og Carlsberg. Á þessum tíma stofnaði hún einnig sitt eigið samskiptaráðgjafafyrirtæki og vann m.a. fyrir fyrirtæki á borð við Coca-Cola og Mulberry.


Árið 2009 flutti hún til New York og hóf störf hjá Clinton Foundation og Bloomberg Philanthropies, samtökum undir stjórn Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Mike Bloomberg, sem stjórnandi alþjóðasamskipta fyrir Clinton Climate Initiative. Í því hlutverki hafði Olivia yfirumsjón með alþjóðlegum samskiptum, þar á meðal vegna vörumerkjaþróunar, almannatengsla, kynninga fyrir mögulega styrktaraðila og viðburða.


„Við tökum fagnandi á móti Oliviu,“ sagði Hanna Fager, stjórnandi rekstrardeildar Volvo. „Hún er nútímalegur stjórnandi með mikla og víðtæka þekkingu á stefnumarkandi samskiptum, auk þess sem hún leggur til verðmæta reynslu sem kemur til með að gagnast okkur á þeirri vegferð að verða leiðandi framleiðandi rafbíla. Ofan á þetta bætist svo að hún þekkir vel hvernig er að vinna með vörumerki áþekku okkur, vörumerki með ríka sænska sögu sem framleiðir vörur sem eru hluti af hversdagslífi fólks um allan heim.“


Olivia tekur við af Nikki Rooke, sem sagði skilið við fyrirtækið síðastliðið sumar til að takast á við nýjar áskoranir í Bretlandi, eftir að hafa stýrt alþjóðasamskiptadeild okkar frá árinu 2019.


„Við þökkum Nikki fyrir hennar framlag í áframhaldandi velgengni okkar og ég óska henni velfarnaðar í því sem hún kemur til með að taka sér fyrir hendur,“ sagði Hanna Fager.

Deila