Nýtt heiti, nýtt ég: Við kynnum EX40 og EC40!

Við erum að straumlínulaga og staðla gerðarheitin okkar fyrir rafbíla, sem þýðir að XC40 Recharge og C40 Recharge munu bera ný heiti héðan í frá.

Volvo EX40 og EC40

Volvo EX40 og EC40

Af hverju að breyta? Hér er um að ræða hluta af áætlun okkar um að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Við erum að einfalda hlutina til að auðveldara sé að þekkja rafbílana okkar. Frá og með deginum í dag munu rafbílarnir okkar XC40 Recharge og C40 Recharge heita EX40 og EC40. Með þessum nýju heitum smellpassa þessir rafbílar við hina rafbílana frá okkur: EX30, EX90 og EM90.


Recharge-merkið er ekki aðeins fjarlægt af EX40 og EC40. Recharge verður einnig fjarlægt af vinsælu tengiltvinnbílunum okkar, sem nú bera aðeins viðskeytið T6 eða T8, til marks um mismunandi aflúttak. Heitinu XC40 verður haldið fyrir vélknúnar útfærslur gerðarinnar.


Þessi breyting auðveldar þér enn frekar að átta þig á hvaða gerðir eru að öllu leyti rafknúnar og hverjar eru hybrid-útfærslur næst þegar þú leitar að hentugum Volvo-bíl fyrir þig.

„Með því að stilla fyrstu rafbílunum okkar upp með hinum rafbílunum sem við framleiðum einföldum við viðskiptavinum okkar valið um leið og við rafvæðum línuna okkar og uppfærum hybrid-bílana.“

„Framtíð okkar liggur í rafmagninu og við stefnum hraðbyri þangað með 2030-markmiðinu okkar,“ segir Björn Annwall, viðskiptastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri. „Með því að stilla fyrstu rafbílunum okkar upp með hinum rafbílunum sem við framleiðum einföldum við viðskiptavinum okkar valið um leið og við rafvæðum línuna okkar og uppfærum hybrid-bílana.“

Volvo EC40 lagt við hleðslustöð

Volvo EC40

Þetta er ekki búið

Við skiptum ekki aðeins út heitum heldur kynnum við einnig spennandi nýjan búnað til sögunnar. Við kynnum Performance-hugbúnaðarpakka fyrir tveggja mótora útfærslur EX40 og EC40, sem eykur aflúttak um 25 kW og skilar aukinni hröðun. Auk þess verður boðið upp á einstaka tengingu fótstigs fyrir aukið viðbragð og sérstaka Performance-akstursstillingu til að fullnýta öll 325 kW.


Og gettu hvað! Þú getur uppfært í Performance-hugbúnaðarpakkann núna heima í stofu. Á völdum mörkuðum bjóðum við upp á Performance-hugbúnaðinn sem uppfærslupakka í Volvo Cars-appinu. Þannig geturðu á einfaldan hátt notað Volvo Cars-appið til að uppfæra nýja EX40- eða EC40-bílinn þinn, eða C40- eða XC40 Recharge-rafbíla, ef um er að ræða árgerðir fyrir 2024.


Þetta er ekki það eina sem við gerum til að gera akstursupplifunina enn betri. Við erum einnig að endurbæta hybrid-vörurnar okkar með sparneytnari vélum fyrir B5-útfærslur XC60 og XC90.


Ef þú kunnir að meta XC60 Black Edition, sem við kynntum til sögunnar í fyrra, skaltu halda þér fast því við ætlum að gera það sama fyrir EX40, EC40 og XC40. Black Edition-útfærslurnar eru ónyxsvartar, með gljásvörtu merki, 20 tommu gljásvörtum álfelgum með fimm örmum og vali um svargrátt örtrefjaáklæði eða ofið áklæði í innanrými.

Vilt þú rafvæða aksturinn þinn?

Deila