27. maí 2021

Markmið okkar fyrir miðjan þennan áratug

Við stefnum á að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030. Hvert er þá markmið okkar fyrir miðjan áratuginn til að ná því?

Volvo C40 Recharge sem gengur aðeins fyrir rafmagni ekur á vegi.

Nýr C40 Recharge er innsýn inn í framtíðina þar sem rafbílar eru seldir í gegnum netið.

Við höfum mikinn metnað og reynum stöðugt á þolmörk okkar. Alþjóðlegi bílaiðnaðurinn er að breytast og við viljum leiða þær breytingar með því að vaxa hraðast í flokki fyrsta flokks rafbíla og fara hraðast í gegnum umbreytingarferlið. Við viljum vera leiðandi í öryggi, tölvuvinnslu, rafvæðingu, sjálfvirkri aksturstækni og samskiptum við viðskiptavini. Þannig getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á frelsi til að ferðast um á sérsniðinn, sjálfbæran og öruggan máta.

Um miðjan þennan áratug er það stefna okkar að selja 1,2 milljónir bíla á heimsvísu og að minnst helmingur þeirra verðir rafbílar. Helmingur þessara árssölu á einnig að fara fram á netinu, þar á meðal á volvocars.com. Þannig getum við myndað beint samband við milljónir viðskiptavina, í samstarfi við öfluga umboðsaðila okkar. Árið 2030 er markmiðið að selja eingöngu rafbíla.

Við munum áfram leggja áherslu á að þróa næstu kynslóð öryggisstaðla og staðla fyrir sjálfvirkan akstur. Framtíðargerðir okkar munu njóta aukins tölvuvinnsluafls og þráðlausra uppfærslna hugbúnaðar, sem áætlað er að verði að helmingi þróaður innanhúss um miðjan þennan áratug. Til viðbótar við þróun tækni og hugbúnaðar innanhúss munum við halda áfram að treysta fyrirliggjandi samvinnu og afla nýrrar við leiðandi alþjóðlegra aðila í tæknimálum.

Við stefnum einnig á að bæta afköst okkar með samstarfi við systufyrirtæki okkar innan Geely Holding. Með því að vinna saman að þróun nýrrar tækni getum við stytt þróunartímann og komið tæknilausnum hraðar í umferð. Samvinna við systurvörumerki okkar á einnig að leiða til lægri innkaupakostnaðar, meiri dreifingar þróunarkostnaðar og annarra hagrænna þátt.

Þessi markmið öll styðja við þá stefnu okkar að draga úr meðallosun koltvísýrings á hvern bíl um 40% á milli 2018 og 2025, sem yrði fyrsta skrefið í átt að því markmiði að ná algjöru kolefnishlutleysi árið 2040. Við ætlum okkur einnig að ná fram sparnaði upp á einn milljarð sænskra króna á ársgrundvelli með rekstri sem byggir á hugmyndum hringrásarhagkerfisins, auk þess að skera kolefnislosun niður um 2,5 milljónir tonna.

„Um miðjan þennan áratug er það stefna okkar að selja 1,2 milljónir bíla á heimsvísu og að minnst helmingur þeirra verðir rafbílar.“

Rekstarleg markmið eru þau að skila hagnaði upp á 8 til 10 prósent á ársgrundvelli um miðjan áratuginn með aukinni sölu og tekjum á öllum þremur markaðssvæðum okkar, skilvirkari sölu og dreifingu, samstarfi við tengd fyrirtæki og meira úrvali rafbíla. Við ætlum að auka ábata enn meira með því að ná sambærilegri framlegð á milli rafbíla og hefðbundinna bíla um miðja áratuginn.

Deila