21. júl. 2021

Volvo Cars tekur við stjórn reksturs fyrirtækisins í Kína

Volvo Cars kaupir nú stærri hlut í sameiginlegu fyrirtækjunum Daqing Volvo Car Manufacturing og Shanghai Volvo Car Research and Development.

Verksmiðja Volvo Cars í Chengdu, Kína.

Að viðskiptunum loknum mun Volvo Cars verða eini eigandi verksmiðjanna í Chengdu (á mynd) og Daqing.

Volvo Cars hefur undirritað samkomulag um að kaupa hlut móðurfélags okkar, Geely Holding, í sameiginlegum fyrirtækjum okkar í Kína, með það að markmiði að taka að fullu yfir rekstur bílaverksmiðja og sölustarfsemi fyrirtækisins í landinu.


„Með samkomulagi þessu mun Volvo Cars verða fyrsti stóri bílaframleiðandinn utan Kína sem stjórnar eigin umsvifum í Kína að fullu leyti,“ segir Håkan Samuelsson, framkvæmdastjóri Volvo Cars.Með kaupum á hinum 50 prósentum hlutabréfa í sameiginlegum fyrirtækjum okkar (Daqing Volvo Car Manufacturing og Shanghai Volvo Car Research and Development) styrkjum við stöðu okkar í Kína, sem er okkar stærsti markaður, og hámörkum tengingu okkar við það svæði í heiminum sem er í hvað örustum vexti.

„Fyrirtækið okkar hefur vaxið mun hraðar samanborið við meðaltöl síðustu ára á markaði í Kína og við munum halda áfram að fjárfesta í landinu til að viðhalda þeim vexti.“

Sameiginlegu fyrirtækin tvö eru nú þegar skráð í ársreikningum Volvo Car Group en hlutur okkar í hagnaði fyrirtækjanna og hlutfé eykst eftir þessi viðskipti.


„Geely Holding Group og Volvo Cars leggja stöðugt mat á hvernig sé best að haga samstarfi og skipuleggja rekstur innan samstæðunnar,“ segir framkvæmdastjóri Geely Holdind, Daniel Donghui Li. „Þessar tvær tilfærslur munu skapa skýrara eignarhald, bæði innan Volvo Cars og Geely Holding.“


Fyrirtækið okkar hefur vaxið mun hraðar samanborið við meðaltöl síðustu ára á markaði í Kína og við munum halda áfram að fjárfesta í landinu til að viðhalda þeim vexti. Að viðskiptunum loknum munum við að öllu leyti stýra bílaverksmiðjum okkar í Chengdu og Daqing, sölufyrirtæki okkar í Kína og rannsóknar- og þróunarmiðstöð í Shanghai.

Hvítur Volvo S90 á framleiðslulínunni í bílaverksmiðju Volvo Cars í Daqing, Kína.

Verksmiðja Volvo Cars í Daqing.

Viðskiptunum, sem nú bíða samþykkis eftirlitsaðila, fara fram í tveimur skrefum. Það fyrra verður tekið árið 2022 þegar kröfur um sameiginlegan rekstur í bílaframleiðslu í Kína verða afnumdar. Búist er við að viðskiptunum ljúki svo árið 2023.


Viðskiptin mun ekki hafa nein bein áhrif á starfsfólk og samstarfaðila viðkomandi fyrirtækja og fjárhagsupplýsingar tengdar viðskiptunum verða ekki birtar.

Deila