Hvernig hljómar Volvo Cars?

Bílarnir okkar eru þekktir fyrir hljóðlátt innanrými en hvernig hljómar fyrirtækið Volvo Cars? Við tókum höndum saman við sænska hljóðhönnuðinn Martin Åberg til að fanga hversdagshljóðin hjá Volvo Cars.

Hlustið á hljóðin frá Volvo Cars

Hljóð eru öflugt fyrirbæri. Þau geta ekki aðeins kallað fram sterkar minningar eða hjálpað okkur að slaka á heldur geta þau líka haft mikið tilfinningalegt vægi. Með hljóðum getum við myndað og viðhaldið öflugu tilfinningalegu tengslunum sem við viljum fá fram – jafnt við starfsfólk sem og viðskiptavini. Í stuttu máli sagt geta hljóð gegnt mikilvægu hlutverki í viðleitni okkar við að mynda sterk tengsl.


Við tókum höndum saman við sænska hljóðhönnuðinn Martin Åberg til að skrásetja margvísleg hversdagshljóð sem einkenna höfuðstöðvar Volvo Cars í Gautaborg. Þetta er allt frá stefnuljósahljóðum, bílflautum og öryggisbeltasmellum í bílunum okkar til umhverfishljóða á borð við klið frá veitingastöðunum, vélahljóð í verksmiðjunum og bergmál í fundarsölum.


„Ég var hrifinn af hugmyndinni um að vinna að hljóðmiðuðu verkefni með Volvo Cars,“ segir Martin Åberg. „Ég hef mikinn áhuga á því að skapa umhverfishljóð svo það var mikill heiður að heimsækja höfuðstöðvar Volvo í Torslanda og sökkva mér í hljóðheiminn þeirra.“

„Það eru greinileg alþjóðleg áhrif í höfuðstöðvum Volvo Cars í Gautaborg,“ segir Martin. „Fólk talar ensku með ýmsum hreim og sænska er töluð á ýmsa vegu. Þetta er kraftmikill vinnustaður, bæði hvað varðar fólkið og tækjabúnaðinn. Nálægð sjávar og náttúru stuðlar líka að þessu. Fyrir þau sem eru viðkvæm fyrir hljóðum getur þessi vinnustaður skapað hugarró.“

Eyrnakonfekt

Þetta verkefni gefur viðskiptavinum, sem og núverandi og verðandi starfsfólki, sýnishorn af lífinu hjá Volvo Cars í formi hljóðmyndar þannig að ef til vill sé hægt að líta á okkur sem meira en bara bílaframleiðanda. Svo vonumst við líka til að vekja athygli á vörumerkinu meðal nýs markhóps skapandi fólks.


Þess vegna gerum við öll hljóðin tiltæk á hljóðborði með gjaldfrjáls afnot sem hugbúnaðarfyrirtækið Klevgränd hefur þróað. Hver sem vill getur sótt hljóðin og notað þau til að búa til eigin tónlist, hljóðvörp og myndbönd.


„Við viljum að litið sé á okkur sem ákjósanlegan vinnuveitanda og því beitum við nýstárlegri og sérstakri nálgun,“ segir Lela Amparo, sem fer fyrir verkefninu af hálfu Volvo Cars. „Þetta er sannkölluð framlenging á því sem við erum, endurspeglun á hljóðformi á næstum aldargamalli menningu okkar.“


En áður en við segjum ykkur allt um hljóðborðið skulum við skoða nánar hvernig við fórum að því að safna öllum hljóðunum hjá Volvo Cars.


Volvo-hljóðunum safnað

Á sólríkum haustdegi gekk Martin Åberg, sem vinnur yfirleitt við að semja tónlist og hanna hljóð fyrir auglýsingar, kvikmyndir og tölvuleiki, um Torslanda-svæðið vopnaður hljóðnemum og heyrnartólum.


Eftir að hafa kíkt inn á skrifstofu og annasamt mötuneyti þar sem starfsfólk frá öllum heimshornum fékk sér hádegisverð, færði hann sig yfir í Volvo-safnið, þar sem gestir geta kynnt sér sögu okkar og arfleifð. Af öllum bílunum sem Martin skoðaði vakti einn sérstaka athygli hans: rauður Volvo 242DL frá 1973.


„Þessi bíll býr yfir flestu af því sem heillar mig hvað hljóð varðar: loftnet, kassettutæki, mjúk sæti og hnappar með sérstöku hljóði sem nútímabílar búa ekki yfir,“ segir Martin. „Fólk tengir líka hljóðið þegar gamall Volvo er settur í handbremsu við öryggi þegar lagt er í stæði. Þetta skapar skemmtilega andstæðu við hánútímalegt hljóðið í nýja Volvo EX30, þar sem maður heyrir bara mjúk vökvastýringarhljóð.“


Að vinnudegi Martins loknum er hann fullviss um að honum hafi tekist að fanga hljóðið hjá Volvo Cars.


„Það eru greinileg alþjóðleg áhrif í höfuðstöðvum Volvo Cars í Gautaborg,“ segir hann. „Fólk talar ensku með ýmsum hreim og sænska er töluð á ýmsa vegu. Þetta er kraftmikill vinnustaður, bæði hvað varðar fólkið og tækjabúnaðinn. Nálægð sjávar og náttúru stuðlar líka að þessu. Fyrir þau sem eru viðkvæm fyrir hljóðum getur þessi vinnustaður skapað hugarró.“


Hlustið og hækkið í botn

Í hljóðborðinu eru 146 ólík hljóð sem hægt er að leika sér með að vild og að sjálfsögðu er allt 100 prósent ókeypis.


Best er að nota hljóðborðið á borðtölvu með hátölurum eða heyrnartólum.


Þið finnið hljóðborðið hér. Hlustið á hljóðin frá Volvo Cars!

Deila