Að hámarka drægni rafbílsins á veturna

Forhitaðu rafhlöðuna, athugaðu loftþrýsting í dekkjum og stilltu hitastig farþegarýmisins rétt – fáðu góðar ábendingar um notkun rafbílsins á skilvirkan hátt á veturna.

Rauður Volvo-bíll ekur á vetrarvegi

Sjáðu ábendingar okkar um skilvirkari akstur á veturna.

Skafðu og hreinsaðu fyrst

Áður en þú ekur af stað skaltu hreinsa snjó og ís af bílnum þínum til að draga úr loftmótstöðu og koma í veg fyrir að aukaþyngd hafi áhrif á drægnina. Ef þú ekur bíl sem er þakinn snjó getur það einnig hindrað útsýni og byrgt fyrir ljósin, sem hefur áhrif á aksturseiginleikana. Ís og snjór kann að bráðna hægar á rafbíl þar sem enginn brunahreyfill er til að mynda hita.


Forhitaðu bílinn

Við vitum að við höfum sagt þetta áður, en aldrei er góð vísa of oft kveðin – ekki gleyma að forhita rafbílinn þinn. Heit rafhlaða fer ekki í gegnum óþarfa orkufrek ferli til að finna bestu vinnsluaðstæður. Ef þess er kostur skaltu alltaf leggja bílnum í upphituðum bílskúr. Það sparar þér orku í samanburði við að leggja úti í kuldanum.


Einnig er góð hugmynd að forhita bílinn á meðan hann er í hleðslu. Ólíkt bílum með brunahreyfil þarftu ekki að hafa áhyggjur af útblæstri þegar þú forhitar rafbíl í lokuðu rými.

Þegar þú stöðvar rafbílinn er rafhlaðan yfirleitt heit og í ákjósanlegasta ástandi til að taka við orku. Því skaltu setja rafbílinn í samband við hleðslustöð áður en rafhlaðan kólnar of mikið.

Þegar bíllinn er orðinn heitur þarf rafhlaðan ekki að nota viðbótarorku til að hita farþegarýmið. Þegar rafhlaðan er heit getur hún tekið á skilvirkan hátt við orkunni sem myndast við akstur með einu fótstigi þegar þú ekur af stað.


Fylgstu með loftþrýstingi í dekkjunum

Manneskja undir stýri á Volvo-bíl á vetrarvegi

Búnaðurinn „Range Assistant“ í Volvo-rafbílnum þínum ber kennsl á akstursaðstæður sem krefjast mikillar orku.

Í kulda getur loftþrýstingur í dekkjum minnkað sem hefur í för með sér aukna mótstöðu á vegum og meiri orkunotkun. Því skaltu fylgjast með loftþrýstingi í dekkjum á veturna til að hámarka akstursdrægnina.


Notaðu sætis- og stýrishitara

Þú þarft ekki alltaf að hita upp allt farþegarýmið til að tryggja þér þægilegt umhverfi við akstur í köldu veðri. Hitarar fyrir sæti og stýri eru orkusparandi og geta skapað þægilegt hitastig án þess að hita upp allt farþegarýmið.


Fáðu meiri drægni með einfaldri stillingu.

Á miðjuskjánum í Volvo-rafbílnum þínum finnurðu „Range Assistant“. Þegar þangað er komið skaltu leita að virkninni „range optimisation“. Með því að kveikja á henni er stilling miðstöðvarinnar sjálfkrafa löguð að orkusparnaði og drægni rafbílsins hámörkuð. Hafðu í huga að það slokknar sjálfkrafa á virkninni þegar rafhlaðan er með meira en 50% hleðslu.


Aktu á ruddum og sléttum vegum

Reyndu alltaf að forðast órudda og snæviþakta vegi til að nýta orkuna betur. Notaðu búnaðinn „Range Assistant“ í Volvo-rafbílnum þínum til að bera kennsl á akstursaðstæður sem krefjast mikillar orku.


Aktu mjúklega og skipuleggðu þig

Haltu jöfnum hraða og hemlaðu mjúklega í stað þess að stöðva bílinn snögglega og harkalega. Þetta eykur ekki aðeins akstursdrægni heldur stuðlar einnig að auknu umferðaröryggi að vetri til.


Notaðu stillingu með einu fótstigi á skynsamlegan hátt

Akstursstillingin með einu fótstigi og meðfylgjandi endurheimt hemlaorku er hentugur og sparneytinn eiginleiki fyrir akstur í þéttbýli og á litlum hraða.


Við akstur á meiri hraða eins og á þjóðvegum spararðu aftur á móti meiri orku með því að láta bílinn renna og lágmarka óþarfa hemlun. Þótt endurheimt hemlaorku geti endurheimt einhverja orku krefst það alltaf meiri orku að auka hraðann aftur upp í fyrri hraða.


Settu bílinn í hleðslu um leið og hægt er

Þegar þú stöðvar rafbílinn er rafhlaðan yfirleitt heit og í ákjósanlegasta ástandi til að taka við orku. Því skaltu setja rafbílinn í samband við hleðslustöð áður en rafhlaðan kólnar of mikið.


Settu bílinn í hleðslu þegar þú getur

Ef þú stoppar á hvíldarsvæði eða bensínstöð þar sem boðið er upp á hleðslustöð skaltu setja bílinn í samband jafnvel þótt næg hleðsla sé á rafhlöðunni. Þetta tryggir þér þægilegt ferðalag og dregur úr þörfinni á lengri hleðslustoppum síðar meir. Hafðu í huga að mörg hleðslufyrirtæki bjóða upp á hraðhleðslu.


Við vonum að þessar ábendingar komi að gagni og óskum þér öruggs og skilvirks aksturs í vetur.

Deila