Tveir vinsælir flokkar bíla sem gjarnan koma til tals upp á síðkastið eru crossover- og jeppar.
Silver Dawn-litaður Volvo XC60 Recharge
Þessir fjölhæfu bílar bjóða upp á blöndu af hagkvæmni, þægindum og afköstum, en það er mikilvægt að skilja muninn á þeim til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvernig Volvo-bíl skuli kaupa.
Í þessari grein skoðum við skilgreiningar og einkenni crossover- og jeppa, leggjum áherslu á muninn á þeim og leiðbeinum um val á bíl sem hentar þörfum hvers og eins.
„Þótt EX30-rafbíllinn sé minnsti jeppinn okkar frá upphafi skiptir hann heilmiklu máli fyrir viðskiptavini okkar og fyrir okkur sem fyrirtæki,“ segir forstjórinn Jim Rowan. „EX30 er knár þótt hann sé smár þar sem honum fylgir allt sem maður vill frá Volvo, bara í minni pakka. Eins og allt frá Volvo er þetta framúrskarandi vara sem er örugg og miðuð við fólk og þarfir þess.“
„Crossover“, sem er stytting á „Crossover SUV“ eða „Crossover Utility Vehicle (CUV)“ er bíll sem sameineigar eiginleika venjulegra fólksbíla og jeppa. Ólíkt hefðbundnum jeppum sem eru með undirvagn eins og á vörubílum eru crossover-bílar með sambyggðan undirvagn þar sem undirvagninn og grindin mynda eina heild. Þessi hönnun skapar mjúka akstursupplifun með kostum á borð við meiri sparneytni, auðveldari stjórnun og meiri þægindi í akstri.
Crossover-bílar eru lægri en jeppar svo það er auðveldara að fara inn í þá og út úr þeim, auk þess sem það er liprara að stýra þeim og eldsneyti sparast. Þeir henta líka vel til borgaraksturs og að leggja í þröngum stæðum vegna þess hversu nettir þeir eru. Þessi blanda af eiginleikum fólksbíla og jeppa skilar sér í fjölhæfum, þægilegum og liprum bíl sem minnir á stallbak eða hlaðbak.
Denim Blue-litaður Volvo XC90 Recharge
SUV-bílar, þar sem SUV stendur fyrir Sport Utility Vehicle, hafa eigin sögu og sérstök einkenni. SUV-bílar eða jeppar eins og er notað í daglegu tali voru upphaflega hannaðir til að sameina eiginleika torfærutrukka og skutbíla og voru að jafnaði með yfirbyggingu áfesta á undirvagn. Þetta hefur þó breyst og nú eru jepparnir okkar með sambyggðan undirvagn, sem hefur ýmsa kosti í för með sér, svo sem minni þyngd og aukna lipurð. Traust hönnunin tryggir endingu og mikla dráttargetu.
Jeppar eru þekktir fyrir að vera rúmgóðir og fjölhæfir. Þeir bjóða upp á næg sæti og oft er pláss fyrir allt að sjö eða átta farþega, eftir því hver gerðin er. Auk þess búa jeppar yfir miklu farangursrými svo þeir henta vel fyrir fjölskyldur, útivistarfólk og fólk sem þarf mikið geymslupláss.
Þótt ýmislegt sé líkt með crossover- og jeppum er mikilvægt að skilja muninn þegar á að kaupa Volvo-bíl. Hér ætlum við að skoða ýmsa þætti, svo sem afköst, aksturseiginleika, innanrými, hönnun, öryggi og sparneytni.
Volvo Cars býður úrval véla fyrir bæði crossover- og jeppa svo það er öruggt að þú finnur aflrásina sem hentar óskum þínum og þörfum. Í crossover-bílum er áhersla á sparneytni og lipurð svo þeir eru þægilegir undir stýri um leið og þú nýtir eldsneytið til hins ýtrasta. Á hinn bóginn er áherslan í SUV-bílum á afl og dráttargetu, með öflugum vélarkostum til að takast á við þungan farm og ójafnt undirlag.
Crossover-bílar eru gjarnan með sæti fyrir fimm farþega á meðan fleiri komast inn í jeppana, þar sem eru gjarnan þrjár sætaraðir fyrir sjö eða átta manns. Einnig er meira farangursrými í jeppum. Í Volvo-bílum hvort sem er crossover- eða jeppum, er lögð áhersla á þægindi farþega og nýjustu tækni með þægilegum sætum, vönduðu efni og háþróuðum upplýsinga- og afþreyingarkerfum.
Í bæði crossover- og jeppum, hvort sem það er minni sportjeppar eins og EX30 eða stærri eins og EX90, eru háþróaðir öryggiseiginleikar til að vernda farþega og koma í veg fyrir slys. Árekstrarvarnarkerfi, sjálfvirkur hraðastillir, eftirlit með blindsvæðum og akreinastýring eru meðal algengrar tækni í báðum bílgerðum. Það er því sama hvernig Volvo-bíl þú velur, þú getur alltaf treyst því að hann sé öruggur því öryggi er okkur í blóð borið.
Íhugaðu sérstakar þarfir þínar og óskir þegar þú velur á milli crossover- og jeppa. Crossover-bílar henta fullkomlega fyrir þau sem vilja hnökralausan akstur, sparneytni og lipurð í borgarakstri. SUV-bílar eru hins vegar málið þegar kemur að ríkulegu innanrými, mikilli dráttargetu og glæstu yfirbragði innan og utan vegar.
Farðu í næsta Volvo-umboð til að reynsluaka hinum ýmsu gerðum, ræða við fagfólk og kynna þér alla eiginleikana og tæknina sem standa til boða. Með því að skilja muninn á crossover- og jeppum með tilliti til þarfa þinna getur þú óhikað valið rétta Volvo-bílinn til að efla akstursupplifun þína og uppfylla þarfirnar sem lífsstíll þinn krefst.