Stundum getur fyrsta sýn verið villandi. Vissulega er nýi Volvo EX30 minnsti jeppinn okkar til þessa. Og jú, verðið er hagstætt. En áhrifin geta engu að síður verið gríðarleg og skapað okkur mikil viðskiptatækifæri á næstu árum.
Í Volvo EX30 felst eitt helsta viðskiptatækifæri okkar á næstu árum.
Volvo EX30, sem nú er hægt að panta á völdum markaðssvæðum*, er hornsteinn nýrrar stefnu fyrirtækisins. Um miðjan þennan áratug viljum við að helmingur sölu okkar á heimsvísu sé í formi rafbíla og að framlegð af rekstri sé á bilinu 8 til 10 prósent. Árið 2030 er markmiðið að selja eingöngu rafbíla.
Við væntum þess að EX30 verði með söluhæstu gerðunum okkar þegar við vinnum að þessum markmiðum á næstu árum og komi til með að eiga umtalsverðan þátt í vexti okkar og arðsemi.
Með Volvo EX30 förum við af stað með nýjan og ört vaxandi flokk fyrir vörumerkið okkar. Það er sívaxandi eftirspurn á alþjóðavísu eftir litlum, rafknúnum fyrsta flokks jeppum. Margir borgarbúar eru til dæmis á höttunum eftir bíl sem er þægilegur og er hægt að nota til að fara í og úr vinnu og sinna erindum, um leið og bíllinn endurspeglar persónuleika ökumannsins.
EX30 er jafnframt hannaður til að vera eins öruggur og vænta má af Volvo-bíl, til góðs fyrir bæði þig og aðra í erli borgarlífsins. Til dæmis er sérstakur öryggisbúnaður til að koma í veg fyrir „hurðaslys“ sem varar þig við ef þú ætlar að opna dyr í veg fyrir aðvífandi hjólreiðamann, rafskútu eða skokkara. Við notum nýjustu öryggistækni til að tryggja að EX30 standist ströngustu öryggiskröfur okkar.
Með EX30 fá ökumenn hreinan rafbíl af bestu gerð, búinn allri nauðsynlegri snjalltækni. Auk þess er verðið hagstætt, frá u.þ.b. 36.000 evrum, svo viðskiptavinir geta fengið algjörlega rafknúinn SUV-bíl sem kostar álíka mikið og sambærilegir bílar með brunahreyfli.Og það er ekki allt og sumt. Frumgreiningar okkar á tveimur markaðssvæðum sýna að heildarkostnaður við eignarhald er nú lægri en fyrir nokkurn annan rafbíl frá Volvo – og mun lægri en fyrir marga keppinauta okkar í flokki lítilla rafknúinna SUV-bíla*.
„Við vitum að verð og kostnaður við eignarhald er enn ein helsta fyrirstaðan þegar fólk íhugar að skipta yfir í rafmagnsbíl,“ segir forstjórinn Jim Rowan. „Með Volvo EX30 viljum við gera fleira fólki kleift að njóta vandaðra, rafknúinna samgangna og stuðla þannig að nauðsynlegum orkuskiptum fyrir atvinnugreinina og samfélagið allt.“
Eins og þér þóknast
Volvo EX30 er hannaður til að höfða til viðskiptavina með margvíslegan smekk, þarfir og lífsmáta, þökk sé hentugri stærð, snjalltækni og fjölbreyttum útfærslum.
Þessi sveigjanleiki og þægindi endurspeglast líka í kostunum sem bjóðast. Þar eru þægindi og valfrelsi í fyrirrúmi. Þú ákveður hvernig þú vilt fá Volvo EX30, til dæmis með beinu eignarhaldi eða leigu.
Samfelld upplifun viðskiptavina
Við höfum lagt áherslu á að þróa einfalt, auðskilið og hnökralaust kaupferli í aðalnetverslun okkar, volvocars.com. Það er leikur einn að panta nýjan Volvo EX30, þökk sé gagnsæju verði á netinu án falinna gjalda sem og auðskiljanlegum tilboðum.
Söluferlið á netinu er til merkis um þá stefnu okkar að skapa sem besta upplifun fyrir viðskiptavini með fullkominni samþættingu net- og raunheima. Öll eiga að fá sömu upplifun, hvort sem þau heimsækja umboð eða stúdíó, skoða vefsvæðið okkar eða nota Volvo Cars-appið.
Í ár verður Bretland fyrsta markaðssvæðið þar sem skipt verður yfir í viðskiptalíkan sem beinist beint að viðskiptavinum og er fullkomlega samþætt milli raun- og netheima, en auk þess verður Volvo EX30 í boði á netinu á öðrum völdum markaðssvæðum.Smáa letrið