Kynntu þér háþróaða hleðslumiðstöð Volvo Cars sem er sérstaklega ætluð fyrir prófanir og þróun á nýjustu tækni fyrir snurðulausa og skilvirka hleðslu.
Háþróuð hleðslumiðstöð Volvo Cars
Hleðsla á rannsóknarstofu
Nýja hleðslumiðstöð Volvo Cars framkvæmir reglubundnar prófanir á bílum frá Volvo til að tryggja viðskiptavinum snurðulausa og örugga hleðslu.
Í miðju framleiðslusvæði Volvo Cars í Thorslanda er bygging sem minnir við fyrstu sýn á nútímalegan bílskúr. Í einangruðum herbergjum standa prufueintök af rafrænum bílum frá Volvo Cars. Umhverfis bílana sitja verkfræðingar með tölvur. Í einu herbergjanna er beinagrind Volvo-bíls í fullri stærð, gerð úr vírum og rafeindabúnaði.
„Svona lítur Volvo-bíll út ef þú tekur allt í burtu nema rafmagn og samskiptabúnað. Það segir sitt um hversu háþróaðir bílarnir okkar eru orðnir í dag“, segir Daniel Lundberg, teymisstjóri hjá Volvo Cars og einn af heilunum á bak við nýja hleðslumiðstöð fyrirtækisins.
„Hleðslumiðstöðinni okkar er ætlað að veita viðskiptavinum bestu hleðslupplifun sem völ er á,“ segir Daniel Lundberg, teymisstjóri hjá Volvo Cars.
Áður vann Daniel við þróun á vinsælu dísilbílum Volvo Cars. Í dag snýst allt um rafvæðingu.
„Við byrjuðum á smíðinni í febrúar 2021 og erum að betaprófa á meðan við ljúkum verkinu. Margir innan fyrirtækisins eru mjög forvitnir um það sem við erum að gera. Það er stöðugt verið að banka upp á hjá okkur. Þessi rannsóknarstofa er einmitt það sem við þurfum.“
Hleðslumiðstöðin hefur veitt Volvo Cars ný tækifæri til að prófa hleðslu rafhlaðanna í bílunum til að veita viðskiptavinum bestu hleðsluupplifun sem völ er á.
„Áður prófuðum við bíla við erfiðar aðstæður. Núna endurgerum við þær aðstæður og höldum áfram að bæta hugbúnað okkar til að auka þægindi viðskiptavina við hleðslu.“
„Hleðslumiðstöðinni okkar er ætlað að veita viðskiptavinum bestu hleðslupplifun sem völ er á,“ segir Daniel Lundberg, teymisstjóri hjá Volvo Cars.
Nýsköpun í gegnum strangar prófanir
Eitt herbergið líkir eftir miklum hita eða kulda, allt frá 30 gráðu frosti upp í 60 gráðu hita. Nærri stendur 350 kW afkastamikil ABB-hleðslustöð tilbúin til notkunar. Áherslan er ekki eingöngu á hleðslustöðvar heldur einnig á að prófa bílinn sjálfann.
„Við grandskoðum kælihringrásir, viftur og stjórnkerfi með strangri sannprófun og stjórn á hitastigi rafhlöðu,“ segir Adrian Thuresson, kerfisarkitekt hjá Volvo Cars.
Í samvinnu við Google stefnir Volvo Cars að því að spá fyrir um drægi og orkunotkun til að tryggja viðskiptavinum bestu leiðar- og hleðslutillögurnar.
„Markmið okkar er að einfalda hleðsluupplifunina—frá greiðslumátum til tímans sem eytt er á hleðslustöðinni,“ leggur Adrian áherslu á.
„Hversdagslífið er nógu flókið eins og það er. Þú ættir ekki að þurfa að hafa áhyggjur af hleðslu,“ segir Daniel.
Vettvangsprófanir um allan heim
Jafnvel þótt rannsóknarstofan einfaldi þróun þarf einnig að prófa bíla og hleðslustöðvar um allan heim. Vettvangsprófanir fara stöðugt fram í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu. Í Evrópu einni er verið að prófa yfir 150–200 tegundir af hleðslustöðvum, þar sem leitað er eftir snurðulausri samhæfni.
„Við leggjum mikinn metnað í að betrumbæta hleðsluupplifunina,“ segir Daniel. „Á þessari rannsóknarstofu fer nýsköpun okkar fram þar sem við samþættum bílana við líf viðskiptavina. Á næstu fimm árum má búast við að þetta verði aðeins lítill hluti af stærri hleðslumiðstöð. Við hlökkum mikið til að sjá hvað gerist næst.“
„Það er ljóst að það eru spennandi tímar framundan,“segir Daniel að lokum og brosir.