Rafdrifni C40 Recharge-bíllinn okkar hefur fengið hæstu eikunn í Euro NCAP-prófunum árið 2022, sem þýðir að hann er, líkt og systkini hans, opinberlega einn af öruggustu bílunum sem nú aka um göturnar.
Volvo Cars hefur skuldbundið sig til allsherjarrafvæðingar og stefnir að því að selja eingöngu rafbíla árið 2030.
Euro NCAP er evrópskt einkunnakerfi sem hjálpar neytendum að velja öruggustu bílana á markaðnum. Kerfið mælir öryggi bíla með ýmsum prófunum sem miða að því að líkja eftir raunverulegum árekstrum.
„Við stefnum alltaf á að skara fram úr í öryggismálum,“ segir Malin Ekholm, yfirmaður öryggismiðstöðvarinnar okkar. „Þannig fylgjum við ströngustu öryggisstöðlum í öllum bílunum okkar, og mörgum þessara staðla tókum við þátt í að koma á fót.“
Sérhver bíll sem við búum til ætti að vera öruggari en sá á undan, og næsta kynslóð okkar af rafbílum er þar engin undantekning. Þeir verða búnir nýjustu LiDAR-skynjurunum frá Luminar sem greina veginn fram undan (sem og í kring og fyrir aftan) og tryggja að bíllinn geti „séð“ og brugðist við hindrunum af enn meiri nákvæmni.
„Við stefnum alltaf á að skara fram úr í öryggismálum,“ segir Malin Ekholm, yfirmaður öryggismiðstöðvarinnar okkar.
Þetta kemur til viðbótar við sjálfvirku neyðarhemlunina, árekstrarviðvörunina og greiningarkerfanna fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk, sem er nú þegar staðalbúnaður og allur prófaður við raunverulegar aðstæður og í sýndarveruleika í öryggismiðstöðinni okkar.