Viltu vita hvað er framundan? Volvo-bíllinn þinn getur sagt þér það

Við hvetjum þig til að taka höndum saman með okkur við að gera umferðina öruggari fyrir alla með því að leyfa deilingu gagna frá Volvo-bílnum þínum. Það gerirðu með því að virkja valkostinn „Tengt öryggi“ eða „connected safety“ á miðskjá bílsins. Bíllinn getur þá varað þig við slysi framundan með hættuljósi á mælaborðinu og á sjónlínuskjánum, ef hann er til staðar. Aðeins allra nauðsynlegustu upplýsingum verður deilt með öðrum bílum og gögnin eru nafnlaus til að tryggja persónuvernd.

Landslagsmynd af Volvo EX40

Viðvörun um slys framundan varar þig við því sem liggur framundan

Viðvörunin gerir þér kleift að undirbúa þig og bregðast við í tíma. Þú hægir ferðina og tekur næstu beygju. Þá sérðu bíl á þinni akrein sem lent hefur í umferðaróhappi. Á þennan hátt gagnast nýja viðvörunin okkar um slys framundan.


Henni er ætlað að tilkynna þér tafarlaust um umferðaróhöpp allt upp í nokkur hundruð metra framundan og auðvelda þér að koma í veg fyrir ákeyrslu og umferðartafir. Hún verður í boði í bílum í Evrópu, fyrst í Danmörku.

Viðvörunin okkar um slys framundan getur auðveldað ökumönnum Volvo að komast hjá óþægilegum uppákomum

Viðvörunin byggir á tengdri öryggistækni, þeirri fyrstu sinnar tegundar í bílum, sem gerir Volvo-bílum kleift að eiga samskipti í gegnum ský Volvo Cars. Þetta þýðir að nú geta bílar í fyrsta skipti varað ökumenn sína við slysi framundan með notkun rauntímagagna frá umferðarstjórnunarmiðstöð. Tæknin mun einnig nota rauntímagögn frá samhæfum bílum á vegum úti, til að byrja með frá öðrum Volvo-bílum.


„Byltingarkennda tengda öryggistæknin okkar gerir viðvörun um slys framundan kleift að vara ökumenn Volvo við óvæntum uppákomum og auka öryggi allra annarra vegfarenda um leið,“ segor Åsa Haglund, stjórnandi öryggismiðstöðvar Volvo Cars. „Í gegnum samstarf okkar við dönsku samgöngustofuna og aðra samstarfsaðila í notkun gagna fyrir umferðaröryggi getum við kynnt til sögunnar þennan nýja búnað og tryggt þannig leiðandi hlutverk okkar í öryggisnýjungum.“


Við hvetjum þig til að taka höndum saman með okkur við að gera umferðina öruggari fyrir alla með því að leyfa deilingu gagna frá Volvo-bílnum þínum. Það gerirðu með því að virkja valkostinn „Tengt öryggi“ eða "connected safety" á miðskjá bílsins. Bíllinn getur þá varað þig við slysi framundan með hættuljósi á mælaborðinu og á sjónlínuskjánum, ef hann er til staðar. Aðeins allra nauðsynlegustu upplýsingum verður deilt með öðrum bílum og gögnin eru nafnlaus til að tryggja persónuvernd.

Mælaborð Volvo EX40

Viðvörun um slys framundan á mælaborði Volvo EX40

„Okkur er sönn ánægja að Volvo Cars sé fyrsti bílaframleiðandinn sem notar gagnastraum okkar með rauntímaupplýsingum um umferð,“ segir Stine Bendsen, stjórnandi umferðarstjórnarmiðstöðvar dönsku samgöngustofunnar. „Skjót viðvörun um slys framundan gefur ökumanni tíma til að hægja á bílnum og auka fjarlægðina í ökutækið á undan. Þetta dregur úr líkum á frekari árekstrum og verndar fólkið sem vinnur við að hreinsa veginn.“


Viðvörun um slys framundan er nýjasti búnaðurinn til að nota tengda öryggistækni okkar, sem fyrst var kynnt til sögunnar árið 2016. Hún gerir Volvo-bílum kleift að senda upplýsingar sín á milli um hálku á vegum og hættur. Nú nýtist þessi tækni til að vara ökumenn við slysum framundan, óháð tíma dags.


Búnaðurinn er sem stendur í boði innan Danmerkur í öllum -90, -60 og -40 bílunum okkar, árgerð 2016 og nýrri. Framtíðaráformin eru að samþætta umferðarupplýsingar frá öðrum samstarfsaðilum um gögn fyrir umferðaröryggi í Evrópu , þar á meðal umferðarstjórnunarmiðstöðvum annarra landa og bílum frá öðrum framleiðendum.

Deila