Hvernig skal athuga þrýsting í dekkjum

Kynntu þér hvernig þú athugar þrýstinginn í dekkjum Volvo-bílsins þíns. Fáðu ábendingar og heilræði um hvernig þú forðast lágþrýsting og eykur endingu dekkjanna.

Hluti af Vapour Grey-lituðum Volvo EX90-bíl á hlið

Það er mikilvægt að viðhalda réttum þrýstingi í dekkjum.

Sem stoltur Volvo-eigandi er vafalaust forgangsatriði hjá þér að tryggja afköst og öryggi bílsins. Þótt reglulegt viðhald skipti sköpum fyrir allt sem viðkemur Volvo-bílnum skyldi aldrei gleyma að huga að þrýstingi í dekkjunum.


Í þessari grein er fjallað um mikilvægi þess að mæla þrýsting reglulega, kosti loftþrýstingsvöktunarbúnaðar (TPMS) og hvernig skuli nota þrýstingsmæli. Með því að skilja mikilvægi þess að viðhalda réttum loftþrýstingi geturðu bætt akstursupplifunina og aukið endingu dekkjanna á Volvo-bílnum þínum.

Kerfið notar skynjara til að veita upplýsingar í rauntíma um þrýsting í hjólbörðum og gerir viðvart um öll frávik frá ráðlögðum þrýstingi.

Mikilvægi þrýstings í dekkjum


Það eru nokkrar ástæður fyrir mikilvægi þess að viðhalda réttum þrýstingi í dekkjum. Í fyrsta lagi tryggir hæfilegur þrýstingur nákvæmni og stöðugleika í akstri, sem bætir heildaraksturseiginleika bílsins.


Í öðru lagi eykur hæfilegur þrýstingur sparneytni, sem getur sparað þér peninga við bensíndæluna og dregið úr umhverfisáhrifum.


Í síðasta lagi kemur réttur þrýstingur í veg fyrir ótímabært og ójafnt slit sem hefur áhrif á aksturseiginleika og getur stefnt öryggi á vegum úti í hættu.


Hvað telst vera lágur þrýstingur í dekkjum?


Ráðlagðan dekkjaþrýsting fyrir bílinn þinn er að finna í eigandahandbókinni, á límmiða á dyrastafnum ökumannsmegin eða á netinu. Þrýstingur í dekkjum er mældur í pundum á fertommu (PSI) og mælist þrýstingurinn undir ráðlögðum PSI telst hann vera of lítill.


Hver er ráðlagður dekkjaþrýstingur?


Ráðlagður dekkjaþrýstingur er mismunandi eftir gerðum Volvo-bíla. Í eftirfarandi töflu sérðu hvað á við um bílinn þinn.


Leiðarvísir um þrýsting í dekkjum Volvo-bíla (hámarkshleðsla)


EX90-rafbíll

Stærð dekkja: 235/60 R18, 235/55 R19, 275/40 R21, 275/35 R22, 275/45 R20

Þrýstingur: að framan 41, að aftan 41


XC40-rafbíll

Stærð dekkja: 235/50 R19, 255/45 R19, 235/45 R20, 255/40 R20

Þrýstingur: að framan 41, að aftan 41


C40-rafbíll

Stærð dekkja: 235/50 R19, 255/45 R19, 235/45 R20, 255/40 R20

Þrýstingur: að framan 41, að aftan 41


XC90-tengiltvinnbíll

Stærð dekkja: 235/55 R19, 275/45 R20, 275/40 R21, 275/35 R22

Þrýstingur: að framan 42, að aftan 42


XC60-tengiltvinnbíll

Stærð dekkja: 235/60 R18, 235/55 R19, 255/45 R20, 255/40 R21, 265/35 R22

Þrýstingur: að framan 39, að aftan 39


XC40-tengiltvinnbíll

Stærð dekkja: 235/55 R18, 235/50 R19, 245/45 R20, 245/40 R21

Þrýstingur: að framan 38, að aftan 38


V90-tengiltvinnbíll

Stærð dekkja: 245/45 R18, 255/40 R19, 245/40 R20

Þrýstingur: að framan 39, að aftan 39


V60-tengiltvinnbíll

Stærð dekkja: 235/45 R18, 235/40 R19

Þrýstingur: að framan 41, að aftan 41


S90-tengiltvinnbíll

Stærð dekkja: 245/45 R18, 255/40 R19, 245/40 R20

Þrýstingur: að framan 39, að aftan 39


S60-tengiltvinnbíll

Stærð dekkja: 235/45 R18, 235/40 R19

Þrýstingur: að framan 41, að aftan 41


Kostir loftþrýstingsvöktunarbúnaðar (TPMS)

Séð yfir mælaborð í Volvo-bíl með upplýsingum í afþreyingarkerfi bílsins.

Með TPMS-búnaðinum er auðveldara að fylgjast með þrýstingi í dekkjunum þínum.

Volvo-bílar eru með fullkomnum loftþrýstingsvöktunarbúnaði (TPMS) sem fylgist stöðugt með þrýstingi í öllum fjórum hjólbörðunum.


Kerfið notar skynjara til að veita upplýsingar í rauntíma um þrýsting í hjólbörðum og gerir viðvart um öll frávik frá ráðlögðum þrýstingi.


Þetta háþróaða kerfi tryggir nákvæma og tafarlausa upplýsingagjöf svo hægt sé að grípa til tafarlausra aðgerða og til að viðhalda réttum þrýstingi í dekkjum. Með því að notast við TPMS-kerfið er hægt að takast á við allar þrýstingssveiflur með fyrirbyggjandi hætti og lágmarka hættu á slysum eða skemmdum hjólbörðum vegna of lítils eða mikils þrýstings.


Hvað er þrýstingsmælir?


Þú þarft þrýstingsmæli til að athuga þrýstinginn í dekkjunum handvirkt. Þetta er verkfæri sem mælir loftþrýstinginn í dekkinu. Til eru tvær gerðir af þrýstingsmælum: stafrænir og hliðrænir. Gerðirnar eru álíka nákvæmar en það er auðveldara að lesa af stafrænum mælum.


Þrýstingsmælir notaður: nákvæmar leiðbeiningar


Þótt TPMS-kerfið sé ómetanlegt er, eins og fram hefur komið, nauðsynlegt að eiga þrýstingsmæli til að athuga þrýstinginn handvirkt öðru hverju. Hér eru nákvæmar leiðbeiningar um rétta notkun á þrýstingsmæli:


  1. Leggðu bílnum á jöfnu undirlagi og gakktu úr skugga um að hjólbarðarnir séu kaldir.
  2. Sæktu þrýstingsmælinn og skrúfaðu lokið af ventlinum á einu dekki.
  3. Þrýstu mælinum þétt ofan á ventilinn þar þú heyrir örlítið blásturshljóð.
  4. Mælirinn sýnir loftþrýstinginn í dekkinu. Leggðu töluna á minnið.
  5. Endurtaktu ferlið fyrir hvert dekk, þar með talið varadekkið ef við á.
  6. Berðu mælingarnar saman við ráðlagðan þrýsting sem tilgreindur er í eigandahandbókinni frá Volvo.
  7. Ef mældur þrýstingur er lægri eða hærri en ráðlagður þrýstingur skal stilla þrýstinginn með því að nota pumpu eða hleypa lofti út.
  8. Skrúfaðu lokið kirfilega aftur á ventilinn þegar þrýstingurinn er orðinn réttur.


Reglulegar mælingar á þrýstingi: lykillinn að hámarksafköstum


Það er mikilvægt að athuga dekkjaþrýsting Volvo-bílsins reglulega til að tryggja hámarksafköst og öryggi. Hér eru nokkur góð ráð til að viðhalda stöðugt réttum þrýstingi í dekkjum:


Hvernig á að finna gat


Göt á hjólbarða eru tiltölulega algengt vandamál ökumanna. Gat getur stafað af ýmsu, til dæmis þegar ekið er yfir nagla eða eitthvað annað oddhvasst. Eitt eða fleira af eftirfarandi getur verið merki um gat:


  1. Skyndilegt þrýstingsfall í dekkjum
  2. Blásturshljóð frá dekkinu
  3. Sýnilegt gat á dekkinu
  4. Titringur eða veltingur við akstur

Hvernig á að gera við gat


Ef það er gat á dekki þarf að skipta um eða gera við það. Við mælum með því að bóka tíma hjá þjónustuaðila Volvo til að láta skipta um dekk. Þannig getur þú tryggt að þú fáir aðstoð frá einhverjum sem þekkir bílinn þinn og gengið úr skugga um að annaðhvort sé gert við eða skipt um dekkið.


Öryggisráðstafanir og aukin ending dekkja


Með því að fylgjast með og viðhalda réttum loftþrýstingi í dekkjum eykurðu öryggi þitt, farþega þinna og annarra vegfarenda. Hæfilegur þrýstingur dregur úr slysahættu, eykur stöðugleika og auðveldar hemlun og stýringu.


Þegar forðast er að hafa of lítinn eða of mikinn þrýsting í dekkjum er líka dregið úr hættunni á að dekk springi og ending þeirra eykst. Þetta eykur akstursánægju þína og sparar viðhaldskostnað. Sýndu fyrirhyggju, tryggðu öryggi þitt og njóttu ferðarinnar í Volvo-bílnum þínum.

Deila