Nýr öryggisstaðall mun fylgja næstu kynslóð Volvo-bíla

Næsta kynslóð bíla okkar ætti að vera sú öruggasta sem við höfum nokkru sinni framleitt og mun innihalda fyrsta alsjálfvirka búnaðinn okkar.

Volvo-bílar framtíðarinnar verða búnir fyrsta flokks skynjurum, þar á meðal LiDAR-skynjurum, og tölvu fyrir sjálfvirkan akstur.

Volvo-bílar framtíðarinnar verða sífellt betri í að aðstoða ökumanninn í neyðartilvikum.

Undanfarin misseri hefur okkur orðið tíðrætt um að hjá Volvo skipti sjálfbærni jafn miklu máli og öryggi. Þetta þýðir augljóslega að okkur sé annt um umhverfið en þó ekki síður að við höfum ekki gleymt orðspori okkar þegar kemur að öryggi við þróun næstu kynslóðar bíla okkar. Stefnan er reyndar að gera enn betur og setja ný viðmið í öryggi tengdu bílum.

Og nú veltirðu kannski fyrir þér hvernig í ósköpunum við ætlum að fara að því? Frá og með XC90-rafbílnum okkar, sem verður afhjúpaður 2022, verða bílarnir okkar búnir fyrsta flokks skynjurum, þ. á m. LiDAR-tækni og tölvu fyrir sjálfvirkan akstur, sem staðalbúnaði.Þessi búnaður er þróaður af tveimur tæknisamstarfsaðilum okkar í Kaliforníu. LiDAR-skynjararnir koma frá vinum okkar í Luminar og hugvitsfólkið í NVIDIA sér okkur fyrir NVIDIA DRIVE Orin-örflögutækninni sem knýr tölvuna fyrir sjálfvirkan akstur.

LiDAR er framúrskarandi grunnur yfir örugga ákvarðanatöku við flóknar aðstæður á miklum hraða þar sem um er að ræða leysigeislatækni sem mælir fjarlægðir mörg hundruð metra fram fyrir bílinn. Ofurtölvutæknin frá NVIDIA getur framkvæmt MÝMARGA útreikninga á sekúndu og þannig tryggt að bílarnir okkar geta unnið stöðugt flæði ólíkra upplýsinga frá LiDAR-skynjurunum og öðrum skynjurum bílsins.Þegar búið er að tengja allan þennan fallega vélbúnað í hugbúnaði sem forritarar okkar og systurfyrirtæki Zenseact og Luminar gerðu, auk næstu kynslóðar árekstrarvarnarkerfis okkar er niðurstaðan blanda sem á sér enga sér líka.

Við gerum ráð fyrir að nýi öryggispakkinn okkar muni skila sér í færri dauðaslysum og bílslysum almennt. Auk þess munu þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur gera okkur kleift að senda út nýjar tæknilausnir og bæta þannig öryggispakkann okkar enn frekar eftir því sem fram líða stundir.

„Volvo Cars hefur alltaf verið leiðandi í öryggismálum og nú er komið að því að við skilgreinum næstu kynslóð öryggis í bílum,“ segir framkvæmdastjórinn Håkan Samuelsson. „Með því að gera þennan vélbúnað að staðalbúnaði getum við bætt öryggisbúnað okkar með samfelldum hætti með þráðlausum uppfærslum og kynnt til sögunnar kerfi fyrir sjálfvirkan akstur og þannig styrkt stöðu okkar sem leiðandi aðili í öryggi.“

„Við gerum ráð fyrir að þessi nýi öryggispakki muni draga úr banaslysum og slysum í heild sinni“

Þegar þessi tækni er komin í bílana okkar gerum við ráð fyrir að hún verði sífellt betri með tímanum. Bílar framtíðarinnar verða sífellt betri í að aðstoða ökumenn í neyðartilvikum og jafnvel að grípa inní þegar þess er þörf. Allt þetta færir okkur nær framtíð án árekstra.

„Okkar metnaður liggur í að framleiða sífellt öruggari bíla og langtímamarkmið okkar er að koma algerlega í veg fyrir árekstra og ákeyrslur,“ útskýrir Henrik Green, yfirmaður tæknimála „Með stöðugum endurbótum á öryggistækni okkar á samfelldan máta í gegnum þráðlausar uppfærslur sjáum við fyrir okkur að árekstrar verði sífellt sjaldgæfari og vonumst til að á þann hátt megi bjarga fleiri lífum.“

Rafbílsútfærsla XC90 verður búinn háþróuðum skynjurum og tölvu fyrir sjálfvirkan akstur auk aðstoðarkerfa fyrir lykilvirkni á borð við stýri og hemla. Þetta tryggir að vélbúnaður bílsins verður tilbúinn fyrir alsjálfvirkan akstur þegar hann verður í boði.

Fyrsti sjáflvirki akstursbúnaðurinn okkar (aukabúnaður) er kallaður „Highway Pilot“ (þjóðvegastjórnandi). Hann var þróaður af okkur í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Zenseact, sem sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar fyrir sjálfvirkan akstur. Á vegum og stöðum sem vottaðir hafa verið fyrir öruggan sjálfvirkan akstur geturðu hallað þér aftur og látið bílinn um aksturinn.

Nýi öryggistæknipakkinn okkar gefur góða mynd af heildarnálgun okkar gagnvart tækniþróun. Í stað þess að reyna að gera allt sjálf göngum við til samstarfs við bestu fyrirtækin á hverju sviði fyrir sig til að framleiða þá bestu bíla sem við getum. Þannig komum við okkur einnig upp tækniþekkingu sem gerir okkur kleift að tileinka okkur nýja tækni hraðar en aðrir bílaframleiðendur í þessum síkvika iðnaði.

Skoðaðu allt efnið úr nýjustu útgáfunni af Tech Moment. Þar er að finna útlistun á því hvernig við ætlum að færa okkur alfarið yfir í rafmagn.

Deila